Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 3. september 2025 16:08 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is. Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira