Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 3. september 2025 16:08 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is. Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira