Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 16:02 Vladimír Pútín, foseti Rússlands. EPA/MIKHAIL METZEL, SPUTNIK Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018. Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí Sjá meira
Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum. Í Bandaríkjunum er hún einnig kölluð „Fljúgandi Chernobyl“ vegna hættunnar á kjarnorkuslysi sem fylgir henni. Þar sem stýriflaugin á að vera knúin með kjarnorku á drægni hennar að vera svo gott sem ótakmörkuð. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að slys geti valdið mikilli geislavirkni. Vísindamenn Rosatom, rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, hafa í áratugi notað Novaya Zemlay til að gera tilraunir með kjarnorku. Í síðasta mánuði var stóru svæði við eyjarnar lokað fyrir umferð skipa og flugvéla og var þá talið að það væri vegna væntanlegra tilrauna með eldflaugina. Sú lokun hefur nú verið framlengd til 6. september, samkvæmt frétt Barents Observer. Mikill viðbúnaður hefur verið á og við eyjarnar síðan í júlí. Bandaríkjamenn hafa verið að fljúga sérstakri flugvél sem ber skynjara til að greina geislavirkar agnir nærri eyjunni. Síðasta slíka ferðin var farin í gær. Flugvélin er í daglegu tali kölluð „kjarnorkusprengjuþefarinn“. Sérfræðingar segja einnig að Rosatom hafi flutt tvær flugvélar sem hannaðar eru til að vakta og greina tilraunir með kjarnorkuknúnar eldflaugar til eyjanna. Þangað er einnig búið að flytja eftirlitsflugvél sem talið er að verði notuð til að fylgjast með stýriflauginni þegar henni verður skotið á loft, ef það hefur ekki þegar verið gert. Tilraunir með Skyfall hafa staðið þar yfir frá 2017 og hafa fregnir borist af stækkun tilraunasvæðisins á undanförnum árum. Árið 2019 létust nokkrir starfsmenn Rosatom á eyjaklasanum vegna geislavirkni eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði stofnunarinnar. Aftenposten í Noregi hefur eftir embættismönnum þar að tilraunir hafi verið gerðar með eldflaugina kjarnorkuknúnu. Norðmenn hafa sérstakar áhyggjur af tilraunum Rússa með kjarnorkuknúnar eldflaugar og telja embættismenn þar að slys geti valdið geislamengun í Noregi eða á norsku hafsvæði. Eldflaug sem talið er að hafi verið kjarnorkuknúin hvarf í Barentshafið árið 2018.
Rússland Hernaður Norðurslóðir Noregur Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí Sjá meira