Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar 5. september 2025 08:16 Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun