Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 08:54 Einar Þorsteinsson segir mikilvægt að þaga ekki þegar vegið er að jaðarsettum hópum eins og hinsegin og trans börnum og ungmennum. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Sigríður gerði sérstaklega athugasemdir við orð Einars um að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, ætti ekki erindi í stjórnmál vegna orða sinna í viðtali í Kastljósi um hinsegin málefni. Þar mætti hann Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum ´78, og hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfarið. Lögregla og sérsveit gættu heimilis hans og fjölskyldu hans í fyrrinótt vegna hótana um ofbeldi í garð hans. Einar Þorsteinsson segir að ýmislegt megi segja um orð Sigríðar og Snorra. Staðan sé samt þannig að hann sé í borgarstjórn og á sveitarstjórnarstigi séu reknir skólar, félagsmiðstöðvar og því standi þau nærri þessum hópi sem rætt er um, hinsegin samfélagið og trans börn og ungmenni. Reykjavíkurborg veiti margvíslega þjónustu eins og hinsegin félagsmiðstöð sem sé sérsaklega rekin fyrir börn í samfélaginu sem sæti fordómum, hinsegin og trans börn. „Mér líður eins og þau skilji ekki um hvað þau eru að tala,“ segir Einar og að þegar Snorri, og aðrir sem deili skoðunum hans, tali um að kynin séu bara tvö og annað slíkt þá séu þau í raun að afneita tilvist þessa hóps. „Þá særir það fólk og börn og ungmenni sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir Einar. Leika sér að því að særa fram tröllin Þau séu beitt ofbeldi og áreitni og verði fyrir fordómum. Það sé gelt á þau og kallað að þeim ókvæðisorðum. Teknar myndir og gengið í burtu hlæjandi og þau jafnvel beitt ofbeldi. Þess vegna sé hinsegin félagsmiðstöðin mikilvæg og það sé hreinlega verið að bjarga mannslífum þarna. „Maður getur ekki staðið hjá og þagað þegar þingmaður eins og Snorri, og ég ætla ekki að gera honum upp þá skoðun, að hann hatist við einn eða neinn. En þegar menn gera sér það að pólitískum leik að særa fram tröllin eins og við höfum sé í umræðunni undanfarna daga. Þar sem ljótleikinn vellur yfir samfélagsmiðlana og öfgarnar brjótast fram, það vekur ótta hjá þeim hópi.“ Einar segir að í kjölfar svona þáttar fari líklega umræða fram á hverju heimili þar sem foreldrar ræða saman og börn hlusta. Þannig fari hún inn í skólana og birtist gagnvart barni sem er að reyna að lifa sínu lífi. Einar segir að vegna þess að þessi þjónusta er rekin í Reykjavík hafi honum þótt við hæfi við þetta tilefni að tala beint við þennan hóp barna, ungmenna og fólks og segja þeim að það séu ekki fordómar í borgarstjórn, þau virði þeirra réttindi og þau muni halda áfram að veita þeim þjónustu. Hvað varðar orð hans um að þeir sem séu haldnir fordómum skilji ekki verkefnið og eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun segir Einar að hann standi við það. Snorri hafi birst honum sem fordómafullur í viðtalinu og framkoma hans, að taka sífellt fram í fyrir Þorbjörgu og leyfa henni ekki að komast að, hafi birst honum sem fautaskapur. Snorri sagði í færslu í gær að hann tæki til sín gagnrýni hvað varðar framíköll og að hann ætlaði að reyna að losa sig við þennan ósið fyrir þrítugt, árið 2027. Lilja Katrín Gunnarsdóttir þáttastjórnandi sagði Snorra eiga marga stuðningsmenn ef marga megi umræðu á samfélagsmiðlum og hann sé því fulltrúi einhvers hóps. Það sé því kannski erfitt að halda því fram að hann eigi ekki erindi í stjórnmál. Einar segir að ef þetta sjónarmið ætti við væri allt eins hægt að spyrja hvort rasistar ættu ekki eiga að sinn talsmann. Hann sé ekki þeirrar skoðunar að slíkar skoðanir eigi heima í stjórnmálum. Hann sé frekar þeirrar skoðunar að fólk eigi að elska náunga sinn eins og talað er um í Biblíunni. Hann sé ekki mikill Biblíumaður en hann hafi tileinkað sér þessi orð og mæli með því að aðrir geri það líka. Hinsegin Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum Málefni trans fólks Bítið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Sigríður gerði sérstaklega athugasemdir við orð Einars um að Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, ætti ekki erindi í stjórnmál vegna orða sinna í viðtali í Kastljósi um hinsegin málefni. Þar mætti hann Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum ´78, og hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfarið. Lögregla og sérsveit gættu heimilis hans og fjölskyldu hans í fyrrinótt vegna hótana um ofbeldi í garð hans. Einar Þorsteinsson segir að ýmislegt megi segja um orð Sigríðar og Snorra. Staðan sé samt þannig að hann sé í borgarstjórn og á sveitarstjórnarstigi séu reknir skólar, félagsmiðstöðvar og því standi þau nærri þessum hópi sem rætt er um, hinsegin samfélagið og trans börn og ungmenni. Reykjavíkurborg veiti margvíslega þjónustu eins og hinsegin félagsmiðstöð sem sé sérsaklega rekin fyrir börn í samfélaginu sem sæti fordómum, hinsegin og trans börn. „Mér líður eins og þau skilji ekki um hvað þau eru að tala,“ segir Einar og að þegar Snorri, og aðrir sem deili skoðunum hans, tali um að kynin séu bara tvö og annað slíkt þá séu þau í raun að afneita tilvist þessa hóps. „Þá særir það fólk og börn og ungmenni sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir Einar. Leika sér að því að særa fram tröllin Þau séu beitt ofbeldi og áreitni og verði fyrir fordómum. Það sé gelt á þau og kallað að þeim ókvæðisorðum. Teknar myndir og gengið í burtu hlæjandi og þau jafnvel beitt ofbeldi. Þess vegna sé hinsegin félagsmiðstöðin mikilvæg og það sé hreinlega verið að bjarga mannslífum þarna. „Maður getur ekki staðið hjá og þagað þegar þingmaður eins og Snorri, og ég ætla ekki að gera honum upp þá skoðun, að hann hatist við einn eða neinn. En þegar menn gera sér það að pólitískum leik að særa fram tröllin eins og við höfum sé í umræðunni undanfarna daga. Þar sem ljótleikinn vellur yfir samfélagsmiðlana og öfgarnar brjótast fram, það vekur ótta hjá þeim hópi.“ Einar segir að í kjölfar svona þáttar fari líklega umræða fram á hverju heimili þar sem foreldrar ræða saman og börn hlusta. Þannig fari hún inn í skólana og birtist gagnvart barni sem er að reyna að lifa sínu lífi. Einar segir að vegna þess að þessi þjónusta er rekin í Reykjavík hafi honum þótt við hæfi við þetta tilefni að tala beint við þennan hóp barna, ungmenna og fólks og segja þeim að það séu ekki fordómar í borgarstjórn, þau virði þeirra réttindi og þau muni halda áfram að veita þeim þjónustu. Hvað varðar orð hans um að þeir sem séu haldnir fordómum skilji ekki verkefnið og eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun segir Einar að hann standi við það. Snorri hafi birst honum sem fordómafullur í viðtalinu og framkoma hans, að taka sífellt fram í fyrir Þorbjörgu og leyfa henni ekki að komast að, hafi birst honum sem fautaskapur. Snorri sagði í færslu í gær að hann tæki til sín gagnrýni hvað varðar framíköll og að hann ætlaði að reyna að losa sig við þennan ósið fyrir þrítugt, árið 2027. Lilja Katrín Gunnarsdóttir þáttastjórnandi sagði Snorra eiga marga stuðningsmenn ef marga megi umræðu á samfélagsmiðlum og hann sé því fulltrúi einhvers hóps. Það sé því kannski erfitt að halda því fram að hann eigi ekki erindi í stjórnmál. Einar segir að ef þetta sjónarmið ætti við væri allt eins hægt að spyrja hvort rasistar ættu ekki eiga að sinn talsmann. Hann sé ekki þeirrar skoðunar að slíkar skoðanir eigi heima í stjórnmálum. Hann sé frekar þeirrar skoðunar að fólk eigi að elska náunga sinn eins og talað er um í Biblíunni. Hann sé ekki mikill Biblíumaður en hann hafi tileinkað sér þessi orð og mæli með því að aðrir geri það líka.
Hinsegin Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum Málefni trans fólks Bítið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira