Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 13:55 Macaulay Culkin segir John Candy hafa gert sér grein fyrir því að Kit Culkin væri ekki góður við börn sín á undan öðrum. Getty Macaulay Culkin, ein frægasta barnastjarna allra tíma, segist þakklátur leikaranum John Candy, sem vann með honum að tveimur myndum, fyrir að taka eftir því að faðir Culkin væri „skrímsli“ og láta sig barnastjörnuna varða. Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan: Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Culkin og Candy léku saman í grínmyndunum Uncle Buck (1989) og Home Alone (1990) snemma á ferli barnastjörnunnar. Culkin er einn viðmælenda í heimildarmyndinni John Candy: I Like Me sem fjallar um ævi grínleikarans og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í gær. Þar lýsti Culkin því yfir að Candy hefði verið alvöru föðurímynd í lífi hans á sama tíma og hann átti erfitt samband við raunverulegan föður sinn, Kit Culkin, sem hann hefur ekki átt í samskiptum við í þrjátíu ár. Candy hafi séð að eitthvað væri að „Ég held að hann hafi alltaf verið með gott innsæi,“ sagði Culkin um Candy í samtali við Entertainment Weekly í gærkvöldi. „Áður en bylgjan náði hápunkti og Home Alone-dótið gerðist, var ekki erfitt að sjá hvað faðir minn var erfiður viðureignar. Það var ekkert leyndarmál. Hann var þegar orðinn skrímsli,“ sagði hann jafnframt. Culkin lýsti því yfir að eftir velgengni Home Alone og Home Alone 2 hafi hegðun föður hans bara versnað. Macaulay Culkin á rauð dreglinum 1991 ásamt föður sínum, Kit Culkin, sem er lengst til vinstri á myndinni.Getty „Skyndilega kom frægðin og peningarnir og hann varð illræmt skrímsli,“ sagði Culkin um föðurinn sem hafi ekki verið góður maður fyrir. John hafi áttað sig á því eitthvað væri ekki í lagi og reglulega spurt Macaulay hvort honum liði vel og allt væri í lagi hjá honum heima fyrir. Hegðun Candy hafi verið til marks um manninn sem hann hafði að geyma. Culkin segist óska sér að fleiri en Candy hefðu sýnt honum viðlíka umhyggju og látið hann sig varða. „Það gerist ekki það oft. Það gerðist æ sjaldnar eftir því sem tíminn leið,“ sagði Culkin og bætti við: „Ég vildi ég hefði haft meira af slíku í lífi mínu. Það er mikilvægt að ég muni það. Ég man að þegar öðrum var sama, var John ekki sama.“ Culkin hefur áður rætt slæmt samband sitt við föður sinn í fjölmiðlum áður og fjallaði um samband þeirra í sjálfsævisögunni Junior (2006). Í ævisögunni lýsti Culkin því að faðirinn hefði verið ofbeldisfullur í garð fjölskyldunnar og sagði hann „verstu manneskju“ sem leikarinn hafði kynnst. Taldi Culkin að faðirinn hefði verið afbrýðisamur því sonurinn hefði afrekað allt sem Kit þráði áður en hann varð tíu ára gamall. Stiklu fyrir heimildarmyndina um Candy má sjá hér að neðan:
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Barnastjörnurnar og baráttan um peningana Leikkonan Shirley Temple var mikil barnastjarna sérstaklega á árunum 1935-38 og þá einhvern vinsælasta leikkona heims. 26. nóvember 2020 07:00