Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar 5. september 2025 10:45 Ég hef reynt það á eigin skinni hvernig er að vera til meðhöndlunar hjá fjölmiðlum og einnig fylgst með umfjöllun fjölmiðla í fjölmörgum öðrum málum. Ég hef því séð hvers megnugir fjölmiðlar eru – þegar þeir vilja og það hentar. Ríkisútvarpið og hjáleigurnar sálugu, Stundin og Heimildin, hafa haft sérstaklega áhrifaríka aðferð sem er svona: Einn fjölmiðillinn birtir fyrstu fréttir og hinir fylgja í humátt með seinni bylgjuna þar sem álits er leitað frá vinveittum álitsgjöfum og allir í bergmálshellinum súpa hveljur og keppast við að lýsa yfir hneykslan. Þessar fréttir eiga það yfirleitt sammerkt að eiga uppruna sinn hjá þeim sjálfum. Nú ber svo við að Morgunblaðið upplýsir um stórmerkilega vendingu í máli sem Ríkisútvarpið sjálft bjó til – „njósnamálinu“ svokallaða. Aldrei þessu vant þá leitar Ríkisútvarpið ekki álits eða skoðar hugsanlegar afleiðingar. Þvert á móti, þeir spyrja annan sakborninginn hvort hann sé sekur og láta þar við sitja. Það vill svo til að ég var brotaþoli í máli sem var Ríkisútvarpinu sérstaklega hugleikið og ég bauðst fjórum sinnum til að koma til þeirra og segja mína hlið. Því var alltaf hafnað. Höfnunin varð enn meira sláandi þegar kom í ljós að Ríkisútvarpið bauð öllum sakborningunum í málinu að tjá sig. Það er eitthvað varðandi hlutleysið sem starfsmenn Ríkisútvarpsins eiga erfitt með að skilja. En aftur að „Voldemort“ – málinu sem má ekki nefna á nafn lengur vegna þess hvert rannsóknin er komin. Í „njósnamálinu“ svokallaða, sem lögreglan á Selfossi rannsakar, er tölvusérfræðingur héraðssaksóknara kominn með stöðu sakbornings. „Njósnamálið“ er eiginlega rangnefni því það snýst í grunninn um að misfarið hafi verið með gögn forvera héraðssaksóknara, sérstaks saksóknari, og þeim svo dreift til Helga Seljan fréttamanns og e.t.v. víðar. Téður tölvusérfræðingur er ekki bara „einhver dúddi út í bæ“. Hann gegnir einu mikilvægasta hlutverki hjá embættinu enda hefur hann fyrstu snertingu við öll rafrænt gögn sem embættið fær til rannsóknar. Og ef embættið fær t.d. tölvu eða farsíma til rannsóknar, þá er það hann sem sér um að leita að rafrænum gögnum og gera þau svo aðgengileg rannsakendum til frekari rannsóknar. Hann er potturinn og pannan, upphafið og endirinn að skoðun allra rafrænna gagna í öllum rannsóknum. Það er ansi mikil ábyrgð! Sakborningur enn í vinnu. Tölvumaðurinn knái hefur nú stöðu sakbornings í rannsókn sem snýr að því að misfarið sé með rafræn gögn. Og hann er enn í vinnu samkvæmt upplýsingum frá hans yfirmanni, héraðssaksóknara sjálfum. Menn hljóta að spyrja sig hvort hann sé þá enn að vinna í einu stærsta máli embættisins, sem beinist m.a. að Jóni Óttari, Namibíumálinu? Til að sýna fram á hversu galið það væri þá skulum við, í dæmaskyni, gefa okkur að hann hafi haft aðkomu að því að gögnin komust í hendur Helga Seljan. Umfjöllun Helga var afar neikvæð í garð Jóns Óttars og öll umræða í kjölfarið einnig. Enginn tók upp hanskann fyrir Jón eða hélt til haga að hann gæti verið saklaus. Er þá eðlilegt að sami tölvumaður og er með stöðu sakbornings í njósnamálinu taki þátt í rannsókn á hendur Jóni í Namibíumálinu? Getur Jón treyst því að rannsóknin sé hlutlæg og allt sem horfir til sektar og sýknu sé dregið fram? Annar sakborningur í Namibíumálinu hefur látið reyna á rannsóknina fyrir dómstólum og er úrskurðurinn í málinu öllum aðgengilegur á vef Landsréttar í máli L-1020/2024. Strax í upphafi héraðsdómsins er lýst mikilvægi svokallaðs Clearwell-leitarhugbúnaðs við rannsókn málsins en hann er notaður til að leita í öllum rafrænum gögnum. Téður tölvumaður er sérfræðingur í Clearwell og sér um þann búnað. Í umræddu Landsréttarmáli var gert mikið úr því að gögn sem bentu til sýknu hefðu ekki verið gerð að gögnum málsins. Orðrétt stendur: „Sóknaraðili byggir á því að við rannsóknina á hendur henni hafi verið brotið með svo ítrekuðum og alvarlegum hætti gegn þeirri hlutlægnisskyldu sem á rannsakendum hvílir, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála. Brotin felast í fyrsta lagi í því að varnaraðili hafi við rannsóknina litið fram hjá gögnum sem hann hafi undir höndum og horfi til sýknu og ekki gert þau að gögnum málsins þrátt fyrir ábendingar þar um. Í öðru lagi hafi varnaraðili við rannsóknina slitið samskipti sóknaraðila úr samhengi með því að gera aðeins valda hluta einstaka samskipta að gögnum málsins svo úr hafi orðið röng og/eða villandi mynd af sóknaraðila. [...].” Svona vinnubrögð þekki ég vel frá hinum margverðlaunuðu blaðamönnum er fengu stöðu sakbornings í máli er tengdist mér, vissi samt ekki að svona vinnubrögð væru viðtekin venja hjá öðrum. Meðferð rafrænna gagna áður véfengd Því skal haldið til haga að Namibíumálið er ekki fyrsta málið þar sem meðferð rafrænna gagna er véfengd. Má benda á að í einu hrunmálinu árið 2015 kom fram að embætti sérstaks saksóknari hafði eytt símtali sem einn sakborninga sagði sýna fram á sakleysi sitt. Þá má einnig benda á annað mál frá 2013 þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál krafði sérstakan saksóknara um að afhenda sér tölvupóstsamskipti við Ríkisútvarpið var afsökunin sú að póstunum hafði verið eytt og öryggisafrit ekki til, vegna þess að rafmagn hjá embættinu var svo dýrt! Þeir eru greinilega mjög heppnir hjá Ríkisútvarpinu þegar kemur að gögnum, þau gögn sem henta ekki Ríkisútvarpinu að komi fram hafa oftast af einhverjum orsökum horfið. Tilviljun? Ég læt lesandum eftir að ákveða það. Nokkrar staðreyndir. En fjölmiðlar sjá ekki ástæðu til að rifja þetta upp. Né heldur er farið yfir þann tvískinnung sem birtist í þessu svokallaða „njósnamáli“ en hér má nefna nokkur dæmi um það. Ólafur Þór Hauksson segist vanhæfur til að rannsaka Jón Óttar í njósnamálinu en rannsakar hann eigi að síður í Namibíumálinu. Þó að Ólafur Þór segist vanhæfur til að rannsaka Jón Óttar í njósnamálinu þá telur hann sig bæran að tjá sig um Jón Óttar í tengslum við málið í fjölmiðlum nokkrum dögum eftir að hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri vanhæfur gagnvart Jóni Óttari. Ólafur Þór segist í samtali við Morgunblaðið 30. ágúst síðastliðinn ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, inntur um tölvumanninn. Hann tilkynnti hins vegar þjóðinni þegar hann kærði Jón Óttar árið 2012 og fór í fjölmörg viðtöl á vormánuðum þar sem hann tjáði sig enn frekar um Jón! Það er greinilegt að Jón verður seint talinn séra Jón. Þegar umfjöllun um njósnamálið svokallaða komst í hámæli í vor var einn þeirra sem Ríkisútvarpið fjallaði á óvæginn hátt um, lögreglumaður í umferðardeild, umsvifalaust sendur í leyfi vegna einhvers sem hann á að hafa gert árið 2012. Téður tölvumaður er aftur á móti ekki í leyfi vegna einhvers sem héraðssaksóknari sjálfur segir í bréfi sínu til ríkissaksóknara í vor að geti varðað atburði sem enn eru ófyrndir, þ.e. lekinn til fjölmiðla. Ríkisútvarpið taldi af og frá að embættið gæti aðstoðað lögregluna á Norðurlandi eystra nokkuð í byrlunarmálinu, slíkt samræmdist ekki siðareglum blaðamanna og þá þögðu blaðamennirnir allir þunnu hljóði. Í njósnamálinu liggur aftur á móti fyrir að slefið hafi vart slitnað milli Helga Seljan og héraðssaksóknara, Helgi afhenti honum gögn, fundaði nokkrum sinnum og mætti síðan eins og góður drengur í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi og talaði tæpitungulaust. Ráðherrar og þingmenn hafa keppst við að lýsa yfir hneykslun á meintu framferði mínu og annarra sem tengjast Samherja í pontu Alþingis, auk þess sem dómsmálaráðherra var ekki feimin að koma í fjölmiðla og segja að rannsaka þyrfti Jón Óttar, þetta væri grafalvarlegt. Nú er aftur á móti í gangi æsispennandi þagnarbindindi. Ætli þetta verði ekki eins og með skólaeinkunnir – allir vinna! Nei, ekkert af því sem ég hef nefnt þykir fréttnæmt. Merkilegra er að mati fjölmiðla að fólk sem þekkst hefur í áraraðir hittist og borði hádegismat, með eða án fartölvu. Er það nema von að traust, bæði á fjölmiðlum og stofnunum, fari þverrandi. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég hef reynt það á eigin skinni hvernig er að vera til meðhöndlunar hjá fjölmiðlum og einnig fylgst með umfjöllun fjölmiðla í fjölmörgum öðrum málum. Ég hef því séð hvers megnugir fjölmiðlar eru – þegar þeir vilja og það hentar. Ríkisútvarpið og hjáleigurnar sálugu, Stundin og Heimildin, hafa haft sérstaklega áhrifaríka aðferð sem er svona: Einn fjölmiðillinn birtir fyrstu fréttir og hinir fylgja í humátt með seinni bylgjuna þar sem álits er leitað frá vinveittum álitsgjöfum og allir í bergmálshellinum súpa hveljur og keppast við að lýsa yfir hneykslan. Þessar fréttir eiga það yfirleitt sammerkt að eiga uppruna sinn hjá þeim sjálfum. Nú ber svo við að Morgunblaðið upplýsir um stórmerkilega vendingu í máli sem Ríkisútvarpið sjálft bjó til – „njósnamálinu“ svokallaða. Aldrei þessu vant þá leitar Ríkisútvarpið ekki álits eða skoðar hugsanlegar afleiðingar. Þvert á móti, þeir spyrja annan sakborninginn hvort hann sé sekur og láta þar við sitja. Það vill svo til að ég var brotaþoli í máli sem var Ríkisútvarpinu sérstaklega hugleikið og ég bauðst fjórum sinnum til að koma til þeirra og segja mína hlið. Því var alltaf hafnað. Höfnunin varð enn meira sláandi þegar kom í ljós að Ríkisútvarpið bauð öllum sakborningunum í málinu að tjá sig. Það er eitthvað varðandi hlutleysið sem starfsmenn Ríkisútvarpsins eiga erfitt með að skilja. En aftur að „Voldemort“ – málinu sem má ekki nefna á nafn lengur vegna þess hvert rannsóknin er komin. Í „njósnamálinu“ svokallaða, sem lögreglan á Selfossi rannsakar, er tölvusérfræðingur héraðssaksóknara kominn með stöðu sakbornings. „Njósnamálið“ er eiginlega rangnefni því það snýst í grunninn um að misfarið hafi verið með gögn forvera héraðssaksóknara, sérstaks saksóknari, og þeim svo dreift til Helga Seljan fréttamanns og e.t.v. víðar. Téður tölvusérfræðingur er ekki bara „einhver dúddi út í bæ“. Hann gegnir einu mikilvægasta hlutverki hjá embættinu enda hefur hann fyrstu snertingu við öll rafrænt gögn sem embættið fær til rannsóknar. Og ef embættið fær t.d. tölvu eða farsíma til rannsóknar, þá er það hann sem sér um að leita að rafrænum gögnum og gera þau svo aðgengileg rannsakendum til frekari rannsóknar. Hann er potturinn og pannan, upphafið og endirinn að skoðun allra rafrænna gagna í öllum rannsóknum. Það er ansi mikil ábyrgð! Sakborningur enn í vinnu. Tölvumaðurinn knái hefur nú stöðu sakbornings í rannsókn sem snýr að því að misfarið sé með rafræn gögn. Og hann er enn í vinnu samkvæmt upplýsingum frá hans yfirmanni, héraðssaksóknara sjálfum. Menn hljóta að spyrja sig hvort hann sé þá enn að vinna í einu stærsta máli embættisins, sem beinist m.a. að Jóni Óttari, Namibíumálinu? Til að sýna fram á hversu galið það væri þá skulum við, í dæmaskyni, gefa okkur að hann hafi haft aðkomu að því að gögnin komust í hendur Helga Seljan. Umfjöllun Helga var afar neikvæð í garð Jóns Óttars og öll umræða í kjölfarið einnig. Enginn tók upp hanskann fyrir Jón eða hélt til haga að hann gæti verið saklaus. Er þá eðlilegt að sami tölvumaður og er með stöðu sakbornings í njósnamálinu taki þátt í rannsókn á hendur Jóni í Namibíumálinu? Getur Jón treyst því að rannsóknin sé hlutlæg og allt sem horfir til sektar og sýknu sé dregið fram? Annar sakborningur í Namibíumálinu hefur látið reyna á rannsóknina fyrir dómstólum og er úrskurðurinn í málinu öllum aðgengilegur á vef Landsréttar í máli L-1020/2024. Strax í upphafi héraðsdómsins er lýst mikilvægi svokallaðs Clearwell-leitarhugbúnaðs við rannsókn málsins en hann er notaður til að leita í öllum rafrænum gögnum. Téður tölvumaður er sérfræðingur í Clearwell og sér um þann búnað. Í umræddu Landsréttarmáli var gert mikið úr því að gögn sem bentu til sýknu hefðu ekki verið gerð að gögnum málsins. Orðrétt stendur: „Sóknaraðili byggir á því að við rannsóknina á hendur henni hafi verið brotið með svo ítrekuðum og alvarlegum hætti gegn þeirri hlutlægnisskyldu sem á rannsakendum hvílir, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála. Brotin felast í fyrsta lagi í því að varnaraðili hafi við rannsóknina litið fram hjá gögnum sem hann hafi undir höndum og horfi til sýknu og ekki gert þau að gögnum málsins þrátt fyrir ábendingar þar um. Í öðru lagi hafi varnaraðili við rannsóknina slitið samskipti sóknaraðila úr samhengi með því að gera aðeins valda hluta einstaka samskipta að gögnum málsins svo úr hafi orðið röng og/eða villandi mynd af sóknaraðila. [...].” Svona vinnubrögð þekki ég vel frá hinum margverðlaunuðu blaðamönnum er fengu stöðu sakbornings í máli er tengdist mér, vissi samt ekki að svona vinnubrögð væru viðtekin venja hjá öðrum. Meðferð rafrænna gagna áður véfengd Því skal haldið til haga að Namibíumálið er ekki fyrsta málið þar sem meðferð rafrænna gagna er véfengd. Má benda á að í einu hrunmálinu árið 2015 kom fram að embætti sérstaks saksóknari hafði eytt símtali sem einn sakborninga sagði sýna fram á sakleysi sitt. Þá má einnig benda á annað mál frá 2013 þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál krafði sérstakan saksóknara um að afhenda sér tölvupóstsamskipti við Ríkisútvarpið var afsökunin sú að póstunum hafði verið eytt og öryggisafrit ekki til, vegna þess að rafmagn hjá embættinu var svo dýrt! Þeir eru greinilega mjög heppnir hjá Ríkisútvarpinu þegar kemur að gögnum, þau gögn sem henta ekki Ríkisútvarpinu að komi fram hafa oftast af einhverjum orsökum horfið. Tilviljun? Ég læt lesandum eftir að ákveða það. Nokkrar staðreyndir. En fjölmiðlar sjá ekki ástæðu til að rifja þetta upp. Né heldur er farið yfir þann tvískinnung sem birtist í þessu svokallaða „njósnamáli“ en hér má nefna nokkur dæmi um það. Ólafur Þór Hauksson segist vanhæfur til að rannsaka Jón Óttar í njósnamálinu en rannsakar hann eigi að síður í Namibíumálinu. Þó að Ólafur Þór segist vanhæfur til að rannsaka Jón Óttar í njósnamálinu þá telur hann sig bæran að tjá sig um Jón Óttar í tengslum við málið í fjölmiðlum nokkrum dögum eftir að hann komst að þeirri niðurstöðu að hann væri vanhæfur gagnvart Jóni Óttari. Ólafur Þór segist í samtali við Morgunblaðið 30. ágúst síðastliðinn ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, inntur um tölvumanninn. Hann tilkynnti hins vegar þjóðinni þegar hann kærði Jón Óttar árið 2012 og fór í fjölmörg viðtöl á vormánuðum þar sem hann tjáði sig enn frekar um Jón! Það er greinilegt að Jón verður seint talinn séra Jón. Þegar umfjöllun um njósnamálið svokallaða komst í hámæli í vor var einn þeirra sem Ríkisútvarpið fjallaði á óvæginn hátt um, lögreglumaður í umferðardeild, umsvifalaust sendur í leyfi vegna einhvers sem hann á að hafa gert árið 2012. Téður tölvumaður er aftur á móti ekki í leyfi vegna einhvers sem héraðssaksóknari sjálfur segir í bréfi sínu til ríkissaksóknara í vor að geti varðað atburði sem enn eru ófyrndir, þ.e. lekinn til fjölmiðla. Ríkisútvarpið taldi af og frá að embættið gæti aðstoðað lögregluna á Norðurlandi eystra nokkuð í byrlunarmálinu, slíkt samræmdist ekki siðareglum blaðamanna og þá þögðu blaðamennirnir allir þunnu hljóði. Í njósnamálinu liggur aftur á móti fyrir að slefið hafi vart slitnað milli Helga Seljan og héraðssaksóknara, Helgi afhenti honum gögn, fundaði nokkrum sinnum og mætti síðan eins og góður drengur í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi og talaði tæpitungulaust. Ráðherrar og þingmenn hafa keppst við að lýsa yfir hneykslun á meintu framferði mínu og annarra sem tengjast Samherja í pontu Alþingis, auk þess sem dómsmálaráðherra var ekki feimin að koma í fjölmiðla og segja að rannsaka þyrfti Jón Óttar, þetta væri grafalvarlegt. Nú er aftur á móti í gangi æsispennandi þagnarbindindi. Ætli þetta verði ekki eins og með skólaeinkunnir – allir vinna! Nei, ekkert af því sem ég hef nefnt þykir fréttnæmt. Merkilegra er að mati fjölmiðla að fólk sem þekkst hefur í áraraðir hittist og borði hádegismat, með eða án fartölvu. Er það nema von að traust, bæði á fjölmiðlum og stofnunum, fari þverrandi. Höfundur er skipstjóri.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun