Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 11:48 Veiran leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári. Vísir/Vilhelm Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna. Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna.
Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira