Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. september 2025 10:02 Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, er ekki A-týpa og ekki B-týpa heldur C-týpa: Vill fara snemma að sofa og sofa út! Gamlar vinkonur Ingunnar hleypa henni helst ekki að græjunum þegar kemur að tónlist. Vísir/Anton Brink Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Þegar klukkan hringir; alls ekki fyrr því ég er nefnilega alls engin A týpa. Þarf þó að vakna 6.30 þá daga sem ég fer á æfingu í Pilates stúdíói, sem ég reyni að gera að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í viku klukkan sjö. Annars sef ég til að minnsta kosti sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það er nú rólegt á morgnana hjá mér þar sem synirnir á heimilinu eru orðnir fullorðnir og sjá um sig sjálfir og eiginmaðurinn er oftast farinn þegar ég opna augun. Mitt fyrsta verk er yfirleitt að kveikja á útvarpinu þar sem ég er dálítill fréttafíkill og finnst gott að vakna í rólegheitunum með fréttir í eyrunum áður en að dagurinn tekur við. Í framhaldinu fer ég að hafa mig til og er komin í vinnuna hálf níu - níu og tek fyrsta kaffibollann á skrifstofunni.“ Hvaða lag kemur þér alltaf í stuðgírinn? Ég fæ nú orð fyrir að vera mjög gamaldags varðandi músík og þegar ég kynntist vinkonum mínum í háskólanum heyrðist oft „Ekki hleypa henni að græjunum“ svo ég verð að segja eitthvað gott lag með Queen eða eldgamalt íslenskt sem ég syng þá oft með af fullum krafti með tilheyrandi „ánægju“ viðstaddra.“ Outlook stýrir dögum Ingunnar; Ef það er ekki í dagatalinu, gerist það ekki! Ingunn lagði gömlu dagbókina og pennan á hilluna í fyrra og fór að nota One note en almennt vill hún hafa nóg fyrir stafni og segir eiginmanninn fljótan að fatta ef það er of rólegt hjá henni.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru mörg mjög spennandi verkefni í gangi hjá Olís þessa dagana en fyrirtækið verður 100 ára eftir 2 ár og ef við ætlum ekki að verða eins og fyrirtækin Nokia og Kodak, verðum við að fylgja breytingunum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Svo stefnumótun á þeim nótum, til að sjá til þess að við verðum örugglega líka 150 ára, eru verkefni sem við höfum verið að vinna að undanfarið; Með samhentum hópi starfsfólks að nútímavæða stöðvarnar okkar í takt við þá þjónustu sem viðskiptavinurinn vill. Má þar helst nefna afhending pakka með Dropp og fleirum, samstarf við Wolt og Grill 66 sem hefur gengið gríðarlega vel, fjölgun hollari valkosta með tilkomu Lemon mini, nýja Barrista kaffið okkar í samstarfi við Kaffitár sem hefur fengið góðar móttökur í Norðlingaholti, appið okkar sem er í miklum vexti, við sjáum mikla fjölgun þar í vinahópnum okkar og sjáum gríðarleg tækifæri þar. Síðan eru við líka að vinna að opnun nýrra Glans þvottastöðva ásamt fleiri spennandi nýjungum fyrir viðskiptavini sem við hlökkum til að segja frá síðar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ákvað á síðasta ári að leggja gamaldags dagbók og penna á hilluna og tók mér taki og nota One note í dag; það er allt annað líf. Svo er Outlook auðvitað lífið mitt ef það er ekki í Calendar þá er gerist það ekki! Þannig að Outlook stýrir dálitið dögunum mínum sem eru oft á tíðum þétt setnir. Mér líður best þegar ég hef nóg fyrir stafni og eiginmaðurinn er nokkuð glöggur að finna það því ef ég er eitthvað sunnan við mig þá spyr hann „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna.“ Sem betur fer hefur það ekki verið mikið upp á teningnum upp á síðkastið. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Mér er mjög annt um svefninn minn og eins og ég sagði fyrr er ég er ekki A týpa og alls ekki heldur B týpa tel mig vera meira C týpa; það er ég vil fara snemma að sofa og sofa út.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01 „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. 11. janúar 2025 10:03 Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. 15. febrúar 2025 10:01 Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Þegar klukkan hringir; alls ekki fyrr því ég er nefnilega alls engin A týpa. Þarf þó að vakna 6.30 þá daga sem ég fer á æfingu í Pilates stúdíói, sem ég reyni að gera að minnsta kosti tvisvar til þrisvar í viku klukkan sjö. Annars sef ég til að minnsta kosti sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það er nú rólegt á morgnana hjá mér þar sem synirnir á heimilinu eru orðnir fullorðnir og sjá um sig sjálfir og eiginmaðurinn er oftast farinn þegar ég opna augun. Mitt fyrsta verk er yfirleitt að kveikja á útvarpinu þar sem ég er dálítill fréttafíkill og finnst gott að vakna í rólegheitunum með fréttir í eyrunum áður en að dagurinn tekur við. Í framhaldinu fer ég að hafa mig til og er komin í vinnuna hálf níu - níu og tek fyrsta kaffibollann á skrifstofunni.“ Hvaða lag kemur þér alltaf í stuðgírinn? Ég fæ nú orð fyrir að vera mjög gamaldags varðandi músík og þegar ég kynntist vinkonum mínum í háskólanum heyrðist oft „Ekki hleypa henni að græjunum“ svo ég verð að segja eitthvað gott lag með Queen eða eldgamalt íslenskt sem ég syng þá oft með af fullum krafti með tilheyrandi „ánægju“ viðstaddra.“ Outlook stýrir dögum Ingunnar; Ef það er ekki í dagatalinu, gerist það ekki! Ingunn lagði gömlu dagbókina og pennan á hilluna í fyrra og fór að nota One note en almennt vill hún hafa nóg fyrir stafni og segir eiginmanninn fljótan að fatta ef það er of rólegt hjá henni.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það eru mörg mjög spennandi verkefni í gangi hjá Olís þessa dagana en fyrirtækið verður 100 ára eftir 2 ár og ef við ætlum ekki að verða eins og fyrirtækin Nokia og Kodak, verðum við að fylgja breytingunum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Svo stefnumótun á þeim nótum, til að sjá til þess að við verðum örugglega líka 150 ára, eru verkefni sem við höfum verið að vinna að undanfarið; Með samhentum hópi starfsfólks að nútímavæða stöðvarnar okkar í takt við þá þjónustu sem viðskiptavinurinn vill. Má þar helst nefna afhending pakka með Dropp og fleirum, samstarf við Wolt og Grill 66 sem hefur gengið gríðarlega vel, fjölgun hollari valkosta með tilkomu Lemon mini, nýja Barrista kaffið okkar í samstarfi við Kaffitár sem hefur fengið góðar móttökur í Norðlingaholti, appið okkar sem er í miklum vexti, við sjáum mikla fjölgun þar í vinahópnum okkar og sjáum gríðarleg tækifæri þar. Síðan eru við líka að vinna að opnun nýrra Glans þvottastöðva ásamt fleiri spennandi nýjungum fyrir viðskiptavini sem við hlökkum til að segja frá síðar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ákvað á síðasta ári að leggja gamaldags dagbók og penna á hilluna og tók mér taki og nota One note í dag; það er allt annað líf. Svo er Outlook auðvitað lífið mitt ef það er ekki í Calendar þá er gerist það ekki! Þannig að Outlook stýrir dálitið dögunum mínum sem eru oft á tíðum þétt setnir. Mér líður best þegar ég hef nóg fyrir stafni og eiginmaðurinn er nokkuð glöggur að finna það því ef ég er eitthvað sunnan við mig þá spyr hann „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna.“ Sem betur fer hefur það ekki verið mikið upp á teningnum upp á síðkastið. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Mér er mjög annt um svefninn minn og eins og ég sagði fyrr er ég er ekki A týpa og alls ekki heldur B týpa tel mig vera meira C týpa; það er ég vil fara snemma að sofa og sofa út.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01 „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. 11. janúar 2025 10:03 Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. 15. febrúar 2025 10:01 Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari. 29. mars 2025 10:01
„Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. 11. janúar 2025 10:03
Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér. 15. febrúar 2025 10:01
Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann. 22. febrúar 2025 10:02
Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04