Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 5. september 2025 16:01 Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun