Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 7. september 2025 14:00 Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum RÚV,,af því að þessi veiðigjöld eru náttúrulega ekki komin til framkvæmda fyrr en á næsta ári“ og hins vegar að það gæti vel verið. Í nýlegu viðtali við mbl.is sagði hún ,,Veiðigjöld ein og sér eru ekki meginástæða þessara uppsagna“ og bætti síðar við að það sé ,,einsýnt að slík rekstrarleg ákvörðun eigi sér langan aðdraganda“. Víðir Reynisson tjáði sig einnig eftir forskrift stjórnarliða á vefmiðlinum eyjafréttir.is og sagði: „Uppsagnir hjá Leo Seafood eru því tæplega tengdar þessum breytingum beint.“ En lítum nú til nokkurra staðreynda, rekjum þær hér og útskýrum afleiðingarnar: Hættu vegna hárra veiðigjalda 2022 Fyrir tæpum þremur árum valdi fjölskylda Sigurjóns Óskarssonar Vinnslustöðina sem kaupanda að útgerð sinni og fiskvinnslu því hún treysti félaginu til að halda skipi, kvóta og vinnslu í bænum. Það var með gleði sem Vinnslustöðin tókst á hendur miklar skuldbindingar, bæði fjárhagslegar og samfélagslegar, nokkuð sem stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar gerði sér grein fyrir. Sjálf tók fjölskyldan mikla áhættu og nýtti andvirði sölunnar til uppbyggingar á landeldi í Vestmannaeyjum, sem er án vafa ein stærsta framkvæmd í Eyjum frá upphafi byggðar. Ástæða þess að fjölskyldan ákvað að hætta rekstri sínum á útgerð og fiskvinnslu lýsti Daði Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, í sjónvarpsþættinum Landanum(2:20 mín. – 3:20 mín) þann 25. maí síðastliðinn ,,Við vorum að fara að taka ákvörðun um það hvort við ættum að fara að byggja nýtt skip, fjárfesta í kvóta, af því að kvótastaðan var ekki nægjanleg til að halda skipinu á sjó í 12 mánuði og veiðigjöldin voru komin á, þannig að það var lítið eftir í kassanum til að fara í nýfjárfestingar og við vissum að Vinnslustöðin hafði verið að skoða að fara í nýsmíði og byggja upp fiskvinnsluna hjá sér.“ og bætti svo við: ,,Í árslok 2022 var ákveðið að Vinnslustöðin keypti félagið af okkur og héldi öllum störfunum hér. Það var aðal málið“. Ákvörðun fjölskyldunnar byggði því á að þau sáu ekki framtíðina fyrir sér í sjávarútvegi vegna hárra skatta á greinina. Þrátt fyrir jákvæðan rekstur nægði hann ekki til að efla og styrkja félagið vegna skattlagningar sem nú hefur verið tvöfölduð. Rekstur sjávarútvegs byggir á langtímasjónarmiðum Þótt húsakynni Leo Seafood væru ekki ný eða hagkvæm höfðu átt sér stað miklar endurbætur. Þá höfðu fiskvinnslutæki verið endurnýjuð til eflingar fiskvinnslunnar. Við gátum frestað kostnaðarsamri uppbyggingu í botnfiskfrystingu. Okkar ásetningur var að taka við keflinu og efla starfsemina. Hjá félaginu starfaði gott og öflugt fólk með mikla reynslu og þekkingu á fiskvinnslu. Við horfðum inn í framtíðina og ætluðum að halda í hendi okkar söltun á þorski og ufsa í Vinnslustöðinni auk hefðbundinnar frystingar og ferskfiskvinnslu í Leo Seafood. Ástæða þess að félagið vildi halda báðum vinnsluleiðum opnum er sú að Vinnslustöðin veiðir margar fisktegundir auk þess sem stærð fiskjar skiptir máli við val á vinnsluleið og markaðssetningu. Í því augnamiði höfðum við farið í endurbætur á húsnæði Leo Seafood sem snéru meðal annars að undirbúning að IFS vottun ásamt innleiðingu fullkomins rekjanleika í vinnslu með strikamerkingum afurða og fleiri þátta sem snúa að nútímavæðingu fiskvinnslu. Af langri sögu þekkjum við að tímabundið er einn markaður í lægð af ýmsum ástæðum en síðar hressist hann við. Allur farsæll rekstur, hvort heldur í sjávarútvegi eða öðrum rekstri, byggir á langtímasjónarmiðum en ekki skammtímasveiflum. Högg með hækkun skatta á sjávarútveg Ákvörðun um að loka Leo Seafood og segja upp starfsfólkinu byggir alfarið á samþykkt laga um hækkun skatta á sjávarútvegsfyrirtæki, svokölluðum veiðigjöldum. Hækkun þeirra nemur um 850 milljónum króna hjá Vinnslustöðinni á hverju ári þegar þau eru að fullu fram komin. Meðal hagnaður Óss og Leo Seafood sex ár fyrir kaupin (2018 – 2022) nam 430 milljónum króna. Hækkun veiðigjaldanna er því um tvöfaldur hagnaður félaganna. Öllum sem hafa smá innsýn í fjármál má því vera ljóst að höggið sem hækkun veiðigjaldanna veldur verður ekki mætt með öðru en niðurskurði á öðrum sviðum í starfsemi félagsins. Ákvörðun um að loka Leo Seafood Ákvörðunin var ekki einföld eða léttvæg því hún felur í sér margvíslega áhættu fyrir Vinnslustöðina sem og íslenskt samfélag sem eru þessar helstar: ·Með sölu afla á markaði og útflutningi á óunnum afla minnka tekjur á hvert kíló fyrir bæði fyrir Vinnslustöðina og íslenskt þjóðarbú. ·Við lokun tapast verðmæt þekking á rekstri fiskvinnslu á einu bretti sem tekur langan tíma og er kostnaðarsamt að byggja upp. ·Markaðssetning og viðskiptavinir inni á verðmætum mörkuðum tapast og langan tíma tekur að byggja upp traust og viðskipti á ný. ·Tæki og búnaður verður verðlítill ef notagildi þeirra hverfur. Beint fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar er umtalsvert. Leiðir út úr vandanum Líkt og við kynntum fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í vor þá á Vinnslustöðin nokkrar leiðir út úr vandanum vegna skattahækkana. ·Í fyrsta lagi verður félagið að hætta við öll framtíðaráform um nýfjárfestingar og endurbætur. ·Í öðru lagi að létta á skuldum og það höfum við gert með því að setja skip Óss, Þórunni Sveinsdóttur, á sölu. ·Í þriðja laga að fara í sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Lokun Leo Seafood er fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Vinnslustöðin mun halda áfram. Hún mun leitast við vinna sig út úr þessum vanda. Að hluta til með því að leita leiða til samvinnu eða samstarfs við önnur fyrirtæki, bæði innanlands og erlendis, með markaðssölu, vinnslu og markaðssetningu aflans. En eftir situr: ·sært fyrirtæki sem mun ekki geta staðið undir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu með sama hætti og áður. ·atvinnulaust fólk sem hefur það eitt til sakar unnið að hafa unnið hjá sjávarútvegsfyrirtæki. ·samfélag í Eyjum sem einkenndist af bjartsýni og krafti en breytist í kvíða og óvissu með framtíðina. Svona birtist hin nýja en sorglega atvinnustefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur fólki við sjávarsíðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar Vestmannaeyjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Af eðlilegum ástæðum skapaðist mikil umræða um lokun Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og hafa þingmenn og ráðherrar tjáð sig. Umræðan sneri einkum að því hvort veiðigjöld væri ástæða lokunar eða ekki. Atvinnuvegaráðherra tjáði sig með mismunandi hætti og taldi annars vegar að veiðigjöld gætu ekki verið ástæðan eins og hún sagði í viðtali í fréttum RÚV,,af því að þessi veiðigjöld eru náttúrulega ekki komin til framkvæmda fyrr en á næsta ári“ og hins vegar að það gæti vel verið. Í nýlegu viðtali við mbl.is sagði hún ,,Veiðigjöld ein og sér eru ekki meginástæða þessara uppsagna“ og bætti síðar við að það sé ,,einsýnt að slík rekstrarleg ákvörðun eigi sér langan aðdraganda“. Víðir Reynisson tjáði sig einnig eftir forskrift stjórnarliða á vefmiðlinum eyjafréttir.is og sagði: „Uppsagnir hjá Leo Seafood eru því tæplega tengdar þessum breytingum beint.“ En lítum nú til nokkurra staðreynda, rekjum þær hér og útskýrum afleiðingarnar: Hættu vegna hárra veiðigjalda 2022 Fyrir tæpum þremur árum valdi fjölskylda Sigurjóns Óskarssonar Vinnslustöðina sem kaupanda að útgerð sinni og fiskvinnslu því hún treysti félaginu til að halda skipi, kvóta og vinnslu í bænum. Það var með gleði sem Vinnslustöðin tókst á hendur miklar skuldbindingar, bæði fjárhagslegar og samfélagslegar, nokkuð sem stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar gerði sér grein fyrir. Sjálf tók fjölskyldan mikla áhættu og nýtti andvirði sölunnar til uppbyggingar á landeldi í Vestmannaeyjum, sem er án vafa ein stærsta framkvæmd í Eyjum frá upphafi byggðar. Ástæða þess að fjölskyldan ákvað að hætta rekstri sínum á útgerð og fiskvinnslu lýsti Daði Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, í sjónvarpsþættinum Landanum(2:20 mín. – 3:20 mín) þann 25. maí síðastliðinn ,,Við vorum að fara að taka ákvörðun um það hvort við ættum að fara að byggja nýtt skip, fjárfesta í kvóta, af því að kvótastaðan var ekki nægjanleg til að halda skipinu á sjó í 12 mánuði og veiðigjöldin voru komin á, þannig að það var lítið eftir í kassanum til að fara í nýfjárfestingar og við vissum að Vinnslustöðin hafði verið að skoða að fara í nýsmíði og byggja upp fiskvinnsluna hjá sér.“ og bætti svo við: ,,Í árslok 2022 var ákveðið að Vinnslustöðin keypti félagið af okkur og héldi öllum störfunum hér. Það var aðal málið“. Ákvörðun fjölskyldunnar byggði því á að þau sáu ekki framtíðina fyrir sér í sjávarútvegi vegna hárra skatta á greinina. Þrátt fyrir jákvæðan rekstur nægði hann ekki til að efla og styrkja félagið vegna skattlagningar sem nú hefur verið tvöfölduð. Rekstur sjávarútvegs byggir á langtímasjónarmiðum Þótt húsakynni Leo Seafood væru ekki ný eða hagkvæm höfðu átt sér stað miklar endurbætur. Þá höfðu fiskvinnslutæki verið endurnýjuð til eflingar fiskvinnslunnar. Við gátum frestað kostnaðarsamri uppbyggingu í botnfiskfrystingu. Okkar ásetningur var að taka við keflinu og efla starfsemina. Hjá félaginu starfaði gott og öflugt fólk með mikla reynslu og þekkingu á fiskvinnslu. Við horfðum inn í framtíðina og ætluðum að halda í hendi okkar söltun á þorski og ufsa í Vinnslustöðinni auk hefðbundinnar frystingar og ferskfiskvinnslu í Leo Seafood. Ástæða þess að félagið vildi halda báðum vinnsluleiðum opnum er sú að Vinnslustöðin veiðir margar fisktegundir auk þess sem stærð fiskjar skiptir máli við val á vinnsluleið og markaðssetningu. Í því augnamiði höfðum við farið í endurbætur á húsnæði Leo Seafood sem snéru meðal annars að undirbúning að IFS vottun ásamt innleiðingu fullkomins rekjanleika í vinnslu með strikamerkingum afurða og fleiri þátta sem snúa að nútímavæðingu fiskvinnslu. Af langri sögu þekkjum við að tímabundið er einn markaður í lægð af ýmsum ástæðum en síðar hressist hann við. Allur farsæll rekstur, hvort heldur í sjávarútvegi eða öðrum rekstri, byggir á langtímasjónarmiðum en ekki skammtímasveiflum. Högg með hækkun skatta á sjávarútveg Ákvörðun um að loka Leo Seafood og segja upp starfsfólkinu byggir alfarið á samþykkt laga um hækkun skatta á sjávarútvegsfyrirtæki, svokölluðum veiðigjöldum. Hækkun þeirra nemur um 850 milljónum króna hjá Vinnslustöðinni á hverju ári þegar þau eru að fullu fram komin. Meðal hagnaður Óss og Leo Seafood sex ár fyrir kaupin (2018 – 2022) nam 430 milljónum króna. Hækkun veiðigjaldanna er því um tvöfaldur hagnaður félaganna. Öllum sem hafa smá innsýn í fjármál má því vera ljóst að höggið sem hækkun veiðigjaldanna veldur verður ekki mætt með öðru en niðurskurði á öðrum sviðum í starfsemi félagsins. Ákvörðun um að loka Leo Seafood Ákvörðunin var ekki einföld eða léttvæg því hún felur í sér margvíslega áhættu fyrir Vinnslustöðina sem og íslenskt samfélag sem eru þessar helstar: ·Með sölu afla á markaði og útflutningi á óunnum afla minnka tekjur á hvert kíló fyrir bæði fyrir Vinnslustöðina og íslenskt þjóðarbú. ·Við lokun tapast verðmæt þekking á rekstri fiskvinnslu á einu bretti sem tekur langan tíma og er kostnaðarsamt að byggja upp. ·Markaðssetning og viðskiptavinir inni á verðmætum mörkuðum tapast og langan tíma tekur að byggja upp traust og viðskipti á ný. ·Tæki og búnaður verður verðlítill ef notagildi þeirra hverfur. Beint fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar er umtalsvert. Leiðir út úr vandanum Líkt og við kynntum fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í vor þá á Vinnslustöðin nokkrar leiðir út úr vandanum vegna skattahækkana. ·Í fyrsta lagi verður félagið að hætta við öll framtíðaráform um nýfjárfestingar og endurbætur. ·Í öðru lagi að létta á skuldum og það höfum við gert með því að setja skip Óss, Þórunni Sveinsdóttur, á sölu. ·Í þriðja laga að fara í sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Lokun Leo Seafood er fyrsta skrefið á þeirri vegferð. Vinnslustöðin mun halda áfram. Hún mun leitast við vinna sig út úr þessum vanda. Að hluta til með því að leita leiða til samvinnu eða samstarfs við önnur fyrirtæki, bæði innanlands og erlendis, með markaðssölu, vinnslu og markaðssetningu aflans. En eftir situr: ·sært fyrirtæki sem mun ekki geta staðið undir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu með sama hætti og áður. ·atvinnulaust fólk sem hefur það eitt til sakar unnið að hafa unnið hjá sjávarútvegsfyrirtæki. ·samfélag í Eyjum sem einkenndist af bjartsýni og krafti en breytist í kvíða og óvissu með framtíðina. Svona birtist hin nýja en sorglega atvinnustefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur fólki við sjávarsíðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar Vestmannaeyjar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun