Fótbolti

Víkingar á fleygi­ferð eftir EM pásuna

Siggeir Ævarsson skrifar
Gleðin hefur verið við völd í síðustu leikjum Víkinga
Gleðin hefur verið við völd í síðustu leikjum Víkinga Vísir/Pawel

Lið Víkings hefur verið á fljúgandi siglingu eftir EM pásuna í Bestu-deild kvenna en liðið hefur náð í tólf stig á þessum kafla. Víkingar skiptu um mennina í brúnni fyrr í sumar og það virðist vera að skila liðinu árangri.

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ræddu stöðu mála hjá Víkingum

„Við töluðum það í fyrra að þær væru í raun og veru óraunsætt sjálfstraust, sem þær áttu ekki alveg inni fyrir, og það er svo gaman að horfa á þannig lið. En svo bara einhvern veginn koðnuðu þær niður fyrri hluta tímabils en það er einhvern veginn að koma til baka. Einar er að ná að einhvern veginn peppa þær upp aftur. Hæfileikarnir voru alltaf til staðar og skipulagið. Það greinilega vantaði bara að hrista upp í hlutunum.“

Þá nefndu þær einnig að þjálfaraskiptin hefðu verið gerð á réttum tímapunkti.

„Mér finnst alveg mega tala um það að þetta er hárrétt ákvörðun hjá stjórninni. Þetta er góður tímapunktur, hann fær tíma með liðið. Fyrir pásu, horfandi á þetta lið, þá var þetta lið að fara lóðbeint niður og þá bara út frá spilamennsku, fyrir utan stigasöfnunina.“

Einar Guðnason tók við liðinu og er hárréttur maður í starfið að mati sérfræðinganna.

„Hann er líka með eitthvað hjarta þarna, Víkingshjarta, og mér finnst hann hafa náð að kveikja einhvern neista í leikmönnum.“

Innslagið og umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Víkingar sjóðheitir eftir EM pásuna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×