Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. september 2025 07:01 Nú um helgina fór fram víða á landinu einn stærsti og áhrifamesti þjóðfundur um málefni Palestínu frá upphafi. Yfir 180 stéttarfélög, trúfélög, lífsskoðunarfélög og önnur almannaheillafélög stigu þar saman fram og kröfðust aðgerða til að binda enda á það hörmulega ástand sem Ísrael hefur skapað með yfirstandandi þjóðarmorði í Palestínu. Skilaboðin voru skýr: Tími orða er liðinn – nú er tími aðgerða. Ísrael verður knúið til að virða mannréttindi Palestínumanna og stöðva þjóðarmorðið, þjóðernishreinsanir, arðrán og landrán. Virða verður ófrávíkjanlegan rétt Palestínumanna til ríkis, lífs og mannréttinda, rétt sem Ísrael neitar að viðurkenna og brýtur gegn á hverjum degi. Eitt stéttarfélag ákvað þó að standa utan við þennan sögulega viðburð. Vissulega hafa stéttarfélög rétt til að ákveða eigin þátttöku. En þegar um er að ræða baráttu gegn þjóðarmorði, þar sem lagaleg og siðferðileg skylda allra er að aðhafast, þá verður þögnin og fjarveran að pólitískri afstöðu. Í stað þess að sýna samstöðu með kúguðu fólki ákvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að gefa út yfirlýsingu sem opinberar bæði vanþekkingu og hugmyndafræði sem sprettur beint úr nýlendustefnu og hinu svokallaða hvíta bjargvættarheilkenni (e. White Savior complex). Í yfirlýsingunni segir m.a.: “Íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa á átakasvæðum um allan heim, þar á meðal á Gaza. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun ekki grípa til aðgerða sem geta hugsanlega komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fái aðgang að svæði þar sem þeirra er þörf.” Þetta orðalag felur fyrst og fremst í sér að Félagið setur aðgang og starfsskilyrði íslenskra hjúkrunarfræðinga í forgang fremur en líf og réttindi Palestínumanna. Það er dæmigerð birtingarmynd hvíta bjargvættarheilkennisins: að hagsmunir þeirra sem koma utan frá séu settir ofar en ákall kúgaðs fólks um samstöðu og aðgerðir. Þessi afstaða er óásættanleg; nú er fyrsta og brýnasta verkefnið að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum aðgerðum. Þessi afstaða FÍH er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg. Þegar stéttarfélag sem á að standa vörð um siðferðileg gildi og réttlæti kýs að draga sig til baka og réttlæta það með slíku orðalagi, þá verður það að pólitískri yfirlýsingu um að hagsmunir eigin ímyndar og stöðu séu mikilvægari en líf tugþúsunda barna og fjölskyldna sem upplifa loftárásir, sprengjur og svelti. Við skulum ekki gleyma því að í dag eru heilbrigðisstarfsmenn í Palestínu sjálfir skotmörk. Sjúkrahús eru sprengd, læknar og hjúkrunarfræðingar myrtir í vinnu sinni. Það er kaldhæðnislegt að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísi til eigin starfsemi á átakasvæðum á sama tíma og það neitar að sýna í verki þá grundvallarsamstöðu sem starfsstéttin á að byggja á: að verja líf og mannréttindi. Afstaðan er varhugaverð af mörgum ástæðum: Í fyrsta lagi er þetta hrokafull afstaða gagnvart Palestínufólkinu sjálfu og byggir á fordómum og yfirgengilegum hroka. Palestínsk samtök, félagasamtök og borgarasamfélagið hafa ítrekað kallað eftir aðgerðum, sniðgöngu og slitum á stjórnmálasambandi sem helsta friðsamlega leiðin til að knýja Ísrael til ábyrgðar. Þegar við, sérstaklega sem hvítir Vesturlandabúar, þykjumst vita betur en fólkið sem býr við kúgunina sjálfa, þá erum við ekki að sýna samstöðu heldur yfirgang og nýlenduhroka. Það er ekki okkar hlutverk að endurskilgreina baráttu kúgaðs fólks; það er okkar skylda að hlusta og styðja. Í öðru lagi normaliserar það glæpi gegn mannkyninu. Með því að hafna þátttöku í aðgerðum gegn þjóðarmorði sendir félagið þau skilaboð að slíkar aðstæður séu bara „önnur hlið á deilu“, í stað þess að viðurkenna þá raun sem alþjóðalög og helstu sérfræðingar í þjóðarmorðum hafa sagt: Þetta er þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir, arðrán, landrán. Í þriðja lagi endurskapar það nýlenduhugsunina. Yfirlýsingin er dæmigerð fyrir White Savior complex: að hagsmunir, í þessu tilviki íslenskra hjúkrunarfræðinga, séu settir í forgang fram yfir raddir og þjáningar kúgaðs fólks. Þannig er boðskapurinn í raun: „Við hjálpum aðeins ef við fáum sjálf aðgang.“ Það er skilyrt samviska sem byggir á forréttindum. Í fjórða lagi grefur þetta undan alþjóðlegri samstöðu. Þegar eitt stéttarfélag tekur þessa stöðu veikist samstaðan sem 180 önnur félög stóðu vörð um. Þannig er hrópað inn í raðir þeirra sem enn eru hikandi: „Það er í lagi að gera ekki neitt.“ Og það er nákvæmlega sú afstaða sem Ísrael og bandamenn þess byggja á, að heimurinn muni líta undan á meðan þjóðarmorð á sér stað. Sagan hefur kennt okkur að þögn og hlutleysi í aðstæðum þjóðarmorðs er aldrei hlutlaus afstaða. Hún er meðvirkni. Hún er samsekt. Í dag verðum við að spyrja: vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar í alvöru standa þeim megin sögunnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina fór fram víða á landinu einn stærsti og áhrifamesti þjóðfundur um málefni Palestínu frá upphafi. Yfir 180 stéttarfélög, trúfélög, lífsskoðunarfélög og önnur almannaheillafélög stigu þar saman fram og kröfðust aðgerða til að binda enda á það hörmulega ástand sem Ísrael hefur skapað með yfirstandandi þjóðarmorði í Palestínu. Skilaboðin voru skýr: Tími orða er liðinn – nú er tími aðgerða. Ísrael verður knúið til að virða mannréttindi Palestínumanna og stöðva þjóðarmorðið, þjóðernishreinsanir, arðrán og landrán. Virða verður ófrávíkjanlegan rétt Palestínumanna til ríkis, lífs og mannréttinda, rétt sem Ísrael neitar að viðurkenna og brýtur gegn á hverjum degi. Eitt stéttarfélag ákvað þó að standa utan við þennan sögulega viðburð. Vissulega hafa stéttarfélög rétt til að ákveða eigin þátttöku. En þegar um er að ræða baráttu gegn þjóðarmorði, þar sem lagaleg og siðferðileg skylda allra er að aðhafast, þá verður þögnin og fjarveran að pólitískri afstöðu. Í stað þess að sýna samstöðu með kúguðu fólki ákvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að gefa út yfirlýsingu sem opinberar bæði vanþekkingu og hugmyndafræði sem sprettur beint úr nýlendustefnu og hinu svokallaða hvíta bjargvættarheilkenni (e. White Savior complex). Í yfirlýsingunni segir m.a.: “Íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa á átakasvæðum um allan heim, þar á meðal á Gaza. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun ekki grípa til aðgerða sem geta hugsanlega komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fái aðgang að svæði þar sem þeirra er þörf.” Þetta orðalag felur fyrst og fremst í sér að Félagið setur aðgang og starfsskilyrði íslenskra hjúkrunarfræðinga í forgang fremur en líf og réttindi Palestínumanna. Það er dæmigerð birtingarmynd hvíta bjargvættarheilkennisins: að hagsmunir þeirra sem koma utan frá séu settir ofar en ákall kúgaðs fólks um samstöðu og aðgerðir. Þessi afstaða er óásættanleg; nú er fyrsta og brýnasta verkefnið að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum aðgerðum. Þessi afstaða FÍH er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg. Þegar stéttarfélag sem á að standa vörð um siðferðileg gildi og réttlæti kýs að draga sig til baka og réttlæta það með slíku orðalagi, þá verður það að pólitískri yfirlýsingu um að hagsmunir eigin ímyndar og stöðu séu mikilvægari en líf tugþúsunda barna og fjölskyldna sem upplifa loftárásir, sprengjur og svelti. Við skulum ekki gleyma því að í dag eru heilbrigðisstarfsmenn í Palestínu sjálfir skotmörk. Sjúkrahús eru sprengd, læknar og hjúkrunarfræðingar myrtir í vinnu sinni. Það er kaldhæðnislegt að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísi til eigin starfsemi á átakasvæðum á sama tíma og það neitar að sýna í verki þá grundvallarsamstöðu sem starfsstéttin á að byggja á: að verja líf og mannréttindi. Afstaðan er varhugaverð af mörgum ástæðum: Í fyrsta lagi er þetta hrokafull afstaða gagnvart Palestínufólkinu sjálfu og byggir á fordómum og yfirgengilegum hroka. Palestínsk samtök, félagasamtök og borgarasamfélagið hafa ítrekað kallað eftir aðgerðum, sniðgöngu og slitum á stjórnmálasambandi sem helsta friðsamlega leiðin til að knýja Ísrael til ábyrgðar. Þegar við, sérstaklega sem hvítir Vesturlandabúar, þykjumst vita betur en fólkið sem býr við kúgunina sjálfa, þá erum við ekki að sýna samstöðu heldur yfirgang og nýlenduhroka. Það er ekki okkar hlutverk að endurskilgreina baráttu kúgaðs fólks; það er okkar skylda að hlusta og styðja. Í öðru lagi normaliserar það glæpi gegn mannkyninu. Með því að hafna þátttöku í aðgerðum gegn þjóðarmorði sendir félagið þau skilaboð að slíkar aðstæður séu bara „önnur hlið á deilu“, í stað þess að viðurkenna þá raun sem alþjóðalög og helstu sérfræðingar í þjóðarmorðum hafa sagt: Þetta er þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir, arðrán, landrán. Í þriðja lagi endurskapar það nýlenduhugsunina. Yfirlýsingin er dæmigerð fyrir White Savior complex: að hagsmunir, í þessu tilviki íslenskra hjúkrunarfræðinga, séu settir í forgang fram yfir raddir og þjáningar kúgaðs fólks. Þannig er boðskapurinn í raun: „Við hjálpum aðeins ef við fáum sjálf aðgang.“ Það er skilyrt samviska sem byggir á forréttindum. Í fjórða lagi grefur þetta undan alþjóðlegri samstöðu. Þegar eitt stéttarfélag tekur þessa stöðu veikist samstaðan sem 180 önnur félög stóðu vörð um. Þannig er hrópað inn í raðir þeirra sem enn eru hikandi: „Það er í lagi að gera ekki neitt.“ Og það er nákvæmlega sú afstaða sem Ísrael og bandamenn þess byggja á, að heimurinn muni líta undan á meðan þjóðarmorð á sér stað. Sagan hefur kennt okkur að þögn og hlutleysi í aðstæðum þjóðarmorðs er aldrei hlutlaus afstaða. Hún er meðvirkni. Hún er samsekt. Í dag verðum við að spyrja: vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar í alvöru standa þeim megin sögunnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun