Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 8. september 2025 10:30 Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun