„Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2025 12:36 Þótt rauða símaklefa sé víða að finna um götur Lundúna notast langflestir við farsímann á ferðalögum. EPA/TOLGA AKMEN Íslenskir farsímanotendur munu frá og með 1. október greiða sömu gjöld fyrir farsímaþjónustu í Bretlandi og í öðrum ríkjum innan EES og ESB. Reglugerð þess efnis hefur verið birt í Stjórnartíðindum en henni er ætlað að tryggja að farsímanotendur, sem eru í viðskiptum við íslensk fyrirtæki á þeim markaði, greiði sömu gjöld í Bretlandi og víðast hvar annars staðar í Evrópu. „Fjarskiptafyrirtæki skulu bjóða viðskiptavinum sínum heimaverðskrá (e. Roam Like Home) þegar þeir ferðast til Bretlands, enda sé notkunin í samræmi við eðlilegt notkunarmynstur ferðamanns. Þessi regla gildir ekki um viðvarandi reiki (e. Permanent Roaming),“ segir meðal annars í reglugerðinni. Líkt og Vísir greindi frá um miðjan ágúst hafa fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu en Bretland datt úr þjónustunni þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Innviðaráðuneytið hafði þá boðað reglugerð til að koma í veg fyrir „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu yfir landamæri Bretlands og Norður-Írlands. Nú hefur reglugerðin litið dagsins ljós. Fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu að reglugerðin sé í samræmi við áherslur ríkja innan EES og ESB um að ekki þurfi að greiða „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu við það eitt að ferðast yfir landamæri innan Evrópu, hvort sem um ræðir talsíma-, smáskilaboða- eða netþjónustu. „Reglugerðin er sett á grundvelli fjarskiptalaga (70/2022) og tekur hún formlega gildi 1. október nk. Mörg fjarskiptafyrirtæki hófu þó þegar að breyta gjaldskrám sínum þegar áform um um reglugerðina voru kynnt fyrr í sumar,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Evrópusambandið EES-samningurinn Fjarskipti Bretland Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Fjarskiptafyrirtæki skulu bjóða viðskiptavinum sínum heimaverðskrá (e. Roam Like Home) þegar þeir ferðast til Bretlands, enda sé notkunin í samræmi við eðlilegt notkunarmynstur ferðamanns. Þessi regla gildir ekki um viðvarandi reiki (e. Permanent Roaming),“ segir meðal annars í reglugerðinni. Líkt og Vísir greindi frá um miðjan ágúst hafa fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu en Bretland datt úr þjónustunni þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Innviðaráðuneytið hafði þá boðað reglugerð til að koma í veg fyrir „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu yfir landamæri Bretlands og Norður-Írlands. Nú hefur reglugerðin litið dagsins ljós. Fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu að reglugerðin sé í samræmi við áherslur ríkja innan EES og ESB um að ekki þurfi að greiða „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu við það eitt að ferðast yfir landamæri innan Evrópu, hvort sem um ræðir talsíma-, smáskilaboða- eða netþjónustu. „Reglugerðin er sett á grundvelli fjarskiptalaga (70/2022) og tekur hún formlega gildi 1. október nk. Mörg fjarskiptafyrirtæki hófu þó þegar að breyta gjaldskrám sínum þegar áform um um reglugerðina voru kynnt fyrr í sumar,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Evrópusambandið EES-samningurinn Fjarskipti Bretland Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira