Innlent

Hand­tekinn í mið­borginni fyrir brot á vopnalögum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þar segir einnig að einn hafi verið handtekinn í kjölfar líkamsárásar í miðborginni. Þolandinn var fluttur á bráðmaóttöku til skoðunar.

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot og vistaðir í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Mosfellsbæ. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna hótana í póstnúmerinu 110, þar sem hún ræddi við þá sem komu að málinu.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni í nótt, meðal annars tveir sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum og tveir sem reyndust réttindalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×