Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 14:00 Hjólreiðamenn hafa hótað því að hætta keppni. Tim de Waele/Getty Images Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag. Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Sjá meira
Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag.
Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Sjá meira