Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 16:26 Stefán Melsted stefnir á opnun í Eimskipafélagshúsinu fyrir jól. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Á dögunum var skellt í lás á veitingastaðnum Brút, sem rekinn hafði verið í nokkur ár við góðan orðstír í húsinu, og kaffihúsinu Kaffi Ó-le, sem rekið hafði verið ögn skemur en ekki við síðri orðstýr. Þar með losnuðu glæsileg pláss fyrir annars vegar veitingastað og hins vegar kaffihús í sögufrægu húsi, þar sem nú er rekið hótel undir merkjum Radisson-keðjunnar alþjóðlegu. Fréttamiðillinn FF7 greindi frá því í dag að Stefán Melsted hyggði á opnun svokallaðs bístrós í húsinu ásamt félögum sínum. Það hafði miðillinn eftir heimildum sínum. Þaulreyndur í faginu Stefán var á fundi þegar Vísir sló á þráðinn hjá honum og gat því ekki rakið fyrirætlanir sínar í þaula en staðfesti þó að hann stefndi að því að opna bæði veitingastað og kaffihús auk „skemmtilegs bars“. Hann yrði þó einn í rekstrinum og ekki væri komin lokamynd á það hvers konar staði yrði um að ræða. Gengið er inn á kaffihúsið frá Hafnarstræti.Vísir/Anton Brink „Þetta verður einhver bullandi stemning,“ sagði hann. Hann þekkir vel til stemningarinnar sem fylgir því að reka veitingastaði enda hefur hann staðið að opnun staða á borð við Snaps, Kastrup og Plútó pizza. Sleppa framkvæmdum til að flýta fyrir opnun Spurður að því hvenær hann stefni á opnun staðanna segir hann það alfarið undir „embættismönnunum“ komið en veitingamenn hafa kvartað sáran undanfarna mánuði undan hægagangi í leyfisveitingaferlum. Þó hafa reglugerðarbreytingar verið gerðar og lagabreytingar boðaðar til þess að flýta megi fyrir veitingu leyfa til reksturs veitingastaða. Stefán segist enn sem komið er ekki hafa rekist á neina veggi að þessu sinni. Nauðsynlegt sé að opna sem allra fyrst til þess að þjónusta gesti hótelsins og hann sé þegar byrjaður að hjálpa hótelinu að komast yfir hjallann í morgunverðarmálum. Hann ætli ekki að ráðast í neinar framkvæmdir og reikni því með að ná að opna með pompi og prakt fyrir jól. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Á dögunum var skellt í lás á veitingastaðnum Brút, sem rekinn hafði verið í nokkur ár við góðan orðstír í húsinu, og kaffihúsinu Kaffi Ó-le, sem rekið hafði verið ögn skemur en ekki við síðri orðstýr. Þar með losnuðu glæsileg pláss fyrir annars vegar veitingastað og hins vegar kaffihús í sögufrægu húsi, þar sem nú er rekið hótel undir merkjum Radisson-keðjunnar alþjóðlegu. Fréttamiðillinn FF7 greindi frá því í dag að Stefán Melsted hyggði á opnun svokallaðs bístrós í húsinu ásamt félögum sínum. Það hafði miðillinn eftir heimildum sínum. Þaulreyndur í faginu Stefán var á fundi þegar Vísir sló á þráðinn hjá honum og gat því ekki rakið fyrirætlanir sínar í þaula en staðfesti þó að hann stefndi að því að opna bæði veitingastað og kaffihús auk „skemmtilegs bars“. Hann yrði þó einn í rekstrinum og ekki væri komin lokamynd á það hvers konar staði yrði um að ræða. Gengið er inn á kaffihúsið frá Hafnarstræti.Vísir/Anton Brink „Þetta verður einhver bullandi stemning,“ sagði hann. Hann þekkir vel til stemningarinnar sem fylgir því að reka veitingastaði enda hefur hann staðið að opnun staða á borð við Snaps, Kastrup og Plútó pizza. Sleppa framkvæmdum til að flýta fyrir opnun Spurður að því hvenær hann stefni á opnun staðanna segir hann það alfarið undir „embættismönnunum“ komið en veitingamenn hafa kvartað sáran undanfarna mánuði undan hægagangi í leyfisveitingaferlum. Þó hafa reglugerðarbreytingar verið gerðar og lagabreytingar boðaðar til þess að flýta megi fyrir veitingu leyfa til reksturs veitingastaða. Stefán segist enn sem komið er ekki hafa rekist á neina veggi að þessu sinni. Nauðsynlegt sé að opna sem allra fyrst til þess að þjónusta gesti hótelsins og hann sé þegar byrjaður að hjálpa hótelinu að komast yfir hjallann í morgunverðarmálum. Hann ætli ekki að ráðast í neinar framkvæmdir og reikni því með að ná að opna með pompi og prakt fyrir jól.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira