Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:57 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi. Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall. EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall.
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira