Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 11:23 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Að neðan má heyra viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play. Funda með ÍFF í dag Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Íslenska flugstéttafélagið, viðsemjandi Play, hafi sent félaginu erindi þar sem því hafi verið lýst yfir að félagið teldi Play myndu brjóta lög um réttarstöðu starfsmanna með boðuðum breytingum á rekstri Play. Play áformar að skila íslenska flugrekstrarleyfi sínu og gera út frá Möltu. Haft er eftir Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Íslenska flugstéttafélagsins, að boðað hafi verið til fundar milli félagsins og Play og að hann sé bjartsýnn á útkomu fundarins. Hafa haldið fjölda starfsmannafunda Einar Örn segir í samtali við fréttastofu að boðað hafi verið til starfsmannafundar í morgun, líkt og hafi verið gert margoft í gegnum tíðina. „Það var í sjálfu sér ekkert markvert sem gerðist á þessum fundi. Við fórum yfir stöðuna með okkar fólki og auðvitað erum við að fjalla um þetta umbreytingarferli sem félagið er í. Við erum að draga saman seglin á Íslandi og færa starfsemina að nokkru leyti úr landi. Þetta kallar á alls konar verkefni og felur í sér alls konar áskoranir, sem eru ekki allar auðveldar og þægilegar fyrir starfsfólkið. Það var bara ástæða til að fara yfir þessi mál.“ Engar frekari uppsagnir boðaðar Engar uppsagnir eða aðrar breytingar, sem hafi ekki áður verið kynntar, hafi verið boðaðar á fundinum. Þá sé honum ekki kunnugt um hvort eða þá hversu mörgum verði sagt upp um mánaðamótin. Síðustur tvö mánaðamót hefur alls um fimmtíu manns verið sagt upp hjá félaginu. „Við auðvitað erum á ákveðinni vegferð, sem hefur verið farið yfir, við erum að draga úr fjölda véla sem starfa frá Íslandi og samfara því hefur verið og er enn fækkun, bæði á skrifstofu og í áhöfnum okkar. En þetta er nokkuð vel vörðuð leið og engar breytingar sem nú eru að verða á þeirri leið.“ Þá kannast Einar ekki við orðróm um að laun þess skrifstofufólks, sem mun starfa áfram á Íslandi, verði lækkuð. Fólk hafi gaman af því að tala um félagið Það er mikið rætt um stöðu félagsins og hún talin viðkvæm. Hver er staða félagsins í dag? „Við höfum auðvitað ekki farið varhluta af því að fólk hefur gaman af því að tala um félagið. Staðan núna er þannig að við fórum í sumar í í bætingu á fjármagnsskipan félagsins, fengum tæpa þrjá milljarða greidda inn í sumar, sem auðvitað styrkti stöðu félagsins fram á veginn. Þannig að það er svona það helsta sem hægt er að segja um stöðu félagins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Að neðan má heyra viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play. Funda með ÍFF í dag Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Íslenska flugstéttafélagið, viðsemjandi Play, hafi sent félaginu erindi þar sem því hafi verið lýst yfir að félagið teldi Play myndu brjóta lög um réttarstöðu starfsmanna með boðuðum breytingum á rekstri Play. Play áformar að skila íslenska flugrekstrarleyfi sínu og gera út frá Möltu. Haft er eftir Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Íslenska flugstéttafélagsins, að boðað hafi verið til fundar milli félagsins og Play og að hann sé bjartsýnn á útkomu fundarins. Hafa haldið fjölda starfsmannafunda Einar Örn segir í samtali við fréttastofu að boðað hafi verið til starfsmannafundar í morgun, líkt og hafi verið gert margoft í gegnum tíðina. „Það var í sjálfu sér ekkert markvert sem gerðist á þessum fundi. Við fórum yfir stöðuna með okkar fólki og auðvitað erum við að fjalla um þetta umbreytingarferli sem félagið er í. Við erum að draga saman seglin á Íslandi og færa starfsemina að nokkru leyti úr landi. Þetta kallar á alls konar verkefni og felur í sér alls konar áskoranir, sem eru ekki allar auðveldar og þægilegar fyrir starfsfólkið. Það var bara ástæða til að fara yfir þessi mál.“ Engar frekari uppsagnir boðaðar Engar uppsagnir eða aðrar breytingar, sem hafi ekki áður verið kynntar, hafi verið boðaðar á fundinum. Þá sé honum ekki kunnugt um hvort eða þá hversu mörgum verði sagt upp um mánaðamótin. Síðustur tvö mánaðamót hefur alls um fimmtíu manns verið sagt upp hjá félaginu. „Við auðvitað erum á ákveðinni vegferð, sem hefur verið farið yfir, við erum að draga úr fjölda véla sem starfa frá Íslandi og samfara því hefur verið og er enn fækkun, bæði á skrifstofu og í áhöfnum okkar. En þetta er nokkuð vel vörðuð leið og engar breytingar sem nú eru að verða á þeirri leið.“ Þá kannast Einar ekki við orðróm um að laun þess skrifstofufólks, sem mun starfa áfram á Íslandi, verði lækkuð. Fólk hafi gaman af því að tala um félagið Það er mikið rætt um stöðu félagsins og hún talin viðkvæm. Hver er staða félagsins í dag? „Við höfum auðvitað ekki farið varhluta af því að fólk hefur gaman af því að tala um félagið. Staðan núna er þannig að við fórum í sumar í í bætingu á fjármagnsskipan félagsins, fengum tæpa þrjá milljarða greidda inn í sumar, sem auðvitað styrkti stöðu félagsins fram á veginn. Þannig að það er svona það helsta sem hægt er að segja um stöðu félagins.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira