Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 11:32 Tim Van De Velde studdi við Carlos San Martin á lokaspretti 3.000 metra hindrunarhlaupsins í dag. Getty/Hannah Peters Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum er hafið í Tókýó og eitt af því sem vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdeginum var falleg stund í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Belgískur keppandi sætti sig þar við að koma síðastur í mark, til að hjálpa meiddum keppinaut. Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira