Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 21:31 Kjartan Magnússon segir íbúa sakna þess að hafa lögreglustöð í Breiðholti. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“ Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira