Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:03 Víkingur gæti komist á topp Bestu deildarinnar í dag og Vestri er eitt þeirra liða sem berjast um sæti í efri hlutanum fyrir skiptingu. vísir/Diego Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum. Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni. Besta deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni.
Besta deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira