Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 11:11 Elon Musk (t.v.) ávarpaði tugi þúsunda mótmælenda á útifundi í London um helgina. Þar sagði hann fólki meðal annars að búa sig undir að deyja eða berjast. Vísir Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi. Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi.
Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51