Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar 16. september 2025 07:02 Á haustdögum hefst annasamt tímabil hjá evrópskum stjórnmálamönnum þar sem áhersla verður lögð á að efla samkeppnishæfni og viðnámsþrótt í orkumálum. Hins vegar eru þessi markmið í uppnámi vegna skorts á iðnmenntuðu starfsfólki, einkum í rafiðnaði. Þetta kemur fram í samantekt Union of Skills þar sem dregið er fram að rafvirkjar séu meðal 42 starfsstétta sem skortur sé á víða í Evrópu. Þetta hafi neikvæð áhrif á getu Evrópu til að takast á við orkuskipti og styrkja efnahagslega seiglu. Þannig vanti sem dæmi yfir 96.000 rafiðnaðarmenn í Þýskalandi einu saman sem jafngildir rúmlega 20% skorti miðað við núverandi eftirspurn líkt og kemur fram í skýrslu EuropeOn sem Samtök rafverktaka, SART, eru aðilar að. EuropeOn sem talar fyrir hönd rafverktaka í Evrópu leggja áherslu á að brýnast sé að gera iðnnám og tæknimenntun meira aðlaðandi og aðgengilegra, bæði fyrir ungt fólk og þá sem vilja skipta um starfsvettvang. Ónógt vinnuafl tefur orkuskipti og uppbyggingu innviða Í skýrslunni kemur fram að á sama tíma og Evrópusambandið undirbýr nýja átakalínu undir heitinu rentrée, sem meðal annars felur í sér hertar aðgerðir í loftslagsmálum og nýja aðgerðaráætlun til eflingar á raforkukerfum, bendir iðnaðurinn á að skortur á hæfu starfsfólki geti sett markmiðin í uppnám. Í raun sé hætta á að góð fyrirheit um orkuskipti nái ekki fram að ganga einfaldlega vegna þess að of fáir séu til að setja upp og viðhalda nauðsynlegri tækni. Raunveruleikinn á Íslandi hefur aðra birtingarmynd en niðurstaðan er sú sama og í ríkjum Evrópusambandsins. Líkt og kemur fram í greiningu SI er iðnnám eftirsótt á Íslandi en árlega er hundruðum umsókna um iðnnám synjað þar sem starfsnámsskólarnir fá ekki þá fjárveitingu sem þeir þurfa til að geta tekið við nemendum sem sækjast eftir skólavist. Skortur á starfsfólki með rétta hæfni er viðvarandi vandamál og segjast 67% stjórnenda fyrirtækja í rafiðnaði að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækisins á síðustu árum. Efling iðnmenntunar á Íslandi lykilatriði Að mati Samtaka rafverktaka er sambærilegur skortur á iðnmenntuðu starfsfólki til staðar hér á landi, sérstaklega í greinum sem tengjast uppbyggingu orkukerfa, orkuskiptum og orkunýtingu. Ef Ísland ætlar að standa undir eigin markmiðum um sjálfbæra þróun og aukna orkunýtingu þarf að grípa til sambærilegra aðgerða og Evrópusambandið hyggst ráðast í. Efling iðnmenntunar, nánari tenging milli atvinnulífs og menntakerfis og stefnumótun byggð á raungögnum um færniþarfir framtíðarinnar eru lykilatriði. Samtök rafverktaka munu áfram vinna að því að efla þessi mál til að tryggja að íslenskur iðnaður búi yfir þeim mannauði sem nauðsynlegt er til að halda áfram á braut nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar. Aðgerðir verða að taka mið af raunverulegum aðstæðum á vinnumarkaði Í tengslum við starfsmenntastefnu Evrópusambandsins hafa EuropeOn og aðildarfélög þeirra einnig varað við því að sumar fyrirhugaðar aðgerðir ESB gætu haft ófyrirséðar afleiðingar ef ekki er tekið mið af eðli iðngreina. Sérstaklega er bent á að flæði vinnuafls á milli landa ætti ekki að vera forgangsmál í þessum geira. Rafverktakafyrirtæki eru að stórum hluta smá og meðalstór fyrirtæki sem starfa á innlendum mörkuðum og sinna verkefnum sem krefjast staðbundinnar sérfræðiþekkingar. Of mikil áhersla á flæði vinnuafls getur einfaldlega fært vandann á milli ríkja Evrópu og skapað ósjálfbæra samkeppni um hæft starfsfólk, svonefnt stríð um hæfni, án þess að leysa undirliggjandi kerfisvanda. Jafnframt er varað við að sjálfvirk viðurkenning starfsréttinda milli ríkja geti raskað hæfniviðmiðum og gæðum menntunar. Menntakerfi, gæðakröfur og aðstæður eru ólíkar milli landa og einhliða samræming gæti valdið auknum kostnaði, dregið úr gæðum og leitt til vantrausts á innlendum kerfum. SART styðja við evrópskar áherslur um uppbyggingu iðnnáms SART deila þessum áherslum EuropeOn og hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að auka framboð á menntuðum rafiðnaðarmönnum hér á landi, enda liggi þar lykillinn að áframhaldandi framþróun í orkunýtingu, sjálfbærum samgöngum og uppbyggingu innviða framtíðarinnar. SART taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni rafiðnaðarins og eiga aðild að EuropeOn, sem hefur nú birt ályktun með mikilvægum tillögum til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við næstu starfsmenntastefnu (VET – Vocational Education and Training): Að lyfta starfsnámi til jafns við bóknám með samræmdum upplýsingaherferðum innan aðildarríkja ESB og EFTA. Að efla iðnnám og símenntun með áherslu á græna og stafræna færni. Að endurnýja aðstöðu starfsmenntaskóla og tryggja hæft kennaralið. Að styrkja hæfniramma þjóða með þátttöku aðila vinnumarkaðar og forðast einsleitar lausnir. „Evrópa getur ekki verið án iðn- og tæknifólks, rafvirkjar gegna lykilhlutverki í bæði samkeppnishæfni og loftslagsaðgerðum,“ segir Julie Beaufils, framkvæmdastjóri EuropeOn. „Hvernig ætlum við að innleiða nýjustu tækni ef enginn er til að setja hana upp og veita ráðgjöf?“ bætir hún við og undirstrikar mikilvægi þessara starfa fyrir innviðauppbyggingu og viðnámsþrótt samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka sem eru aðildarsamtök Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Orkumál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á haustdögum hefst annasamt tímabil hjá evrópskum stjórnmálamönnum þar sem áhersla verður lögð á að efla samkeppnishæfni og viðnámsþrótt í orkumálum. Hins vegar eru þessi markmið í uppnámi vegna skorts á iðnmenntuðu starfsfólki, einkum í rafiðnaði. Þetta kemur fram í samantekt Union of Skills þar sem dregið er fram að rafvirkjar séu meðal 42 starfsstétta sem skortur sé á víða í Evrópu. Þetta hafi neikvæð áhrif á getu Evrópu til að takast á við orkuskipti og styrkja efnahagslega seiglu. Þannig vanti sem dæmi yfir 96.000 rafiðnaðarmenn í Þýskalandi einu saman sem jafngildir rúmlega 20% skorti miðað við núverandi eftirspurn líkt og kemur fram í skýrslu EuropeOn sem Samtök rafverktaka, SART, eru aðilar að. EuropeOn sem talar fyrir hönd rafverktaka í Evrópu leggja áherslu á að brýnast sé að gera iðnnám og tæknimenntun meira aðlaðandi og aðgengilegra, bæði fyrir ungt fólk og þá sem vilja skipta um starfsvettvang. Ónógt vinnuafl tefur orkuskipti og uppbyggingu innviða Í skýrslunni kemur fram að á sama tíma og Evrópusambandið undirbýr nýja átakalínu undir heitinu rentrée, sem meðal annars felur í sér hertar aðgerðir í loftslagsmálum og nýja aðgerðaráætlun til eflingar á raforkukerfum, bendir iðnaðurinn á að skortur á hæfu starfsfólki geti sett markmiðin í uppnám. Í raun sé hætta á að góð fyrirheit um orkuskipti nái ekki fram að ganga einfaldlega vegna þess að of fáir séu til að setja upp og viðhalda nauðsynlegri tækni. Raunveruleikinn á Íslandi hefur aðra birtingarmynd en niðurstaðan er sú sama og í ríkjum Evrópusambandsins. Líkt og kemur fram í greiningu SI er iðnnám eftirsótt á Íslandi en árlega er hundruðum umsókna um iðnnám synjað þar sem starfsnámsskólarnir fá ekki þá fjárveitingu sem þeir þurfa til að geta tekið við nemendum sem sækjast eftir skólavist. Skortur á starfsfólki með rétta hæfni er viðvarandi vandamál og segjast 67% stjórnenda fyrirtækja í rafiðnaði að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækisins á síðustu árum. Efling iðnmenntunar á Íslandi lykilatriði Að mati Samtaka rafverktaka er sambærilegur skortur á iðnmenntuðu starfsfólki til staðar hér á landi, sérstaklega í greinum sem tengjast uppbyggingu orkukerfa, orkuskiptum og orkunýtingu. Ef Ísland ætlar að standa undir eigin markmiðum um sjálfbæra þróun og aukna orkunýtingu þarf að grípa til sambærilegra aðgerða og Evrópusambandið hyggst ráðast í. Efling iðnmenntunar, nánari tenging milli atvinnulífs og menntakerfis og stefnumótun byggð á raungögnum um færniþarfir framtíðarinnar eru lykilatriði. Samtök rafverktaka munu áfram vinna að því að efla þessi mál til að tryggja að íslenskur iðnaður búi yfir þeim mannauði sem nauðsynlegt er til að halda áfram á braut nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar. Aðgerðir verða að taka mið af raunverulegum aðstæðum á vinnumarkaði Í tengslum við starfsmenntastefnu Evrópusambandsins hafa EuropeOn og aðildarfélög þeirra einnig varað við því að sumar fyrirhugaðar aðgerðir ESB gætu haft ófyrirséðar afleiðingar ef ekki er tekið mið af eðli iðngreina. Sérstaklega er bent á að flæði vinnuafls á milli landa ætti ekki að vera forgangsmál í þessum geira. Rafverktakafyrirtæki eru að stórum hluta smá og meðalstór fyrirtæki sem starfa á innlendum mörkuðum og sinna verkefnum sem krefjast staðbundinnar sérfræðiþekkingar. Of mikil áhersla á flæði vinnuafls getur einfaldlega fært vandann á milli ríkja Evrópu og skapað ósjálfbæra samkeppni um hæft starfsfólk, svonefnt stríð um hæfni, án þess að leysa undirliggjandi kerfisvanda. Jafnframt er varað við að sjálfvirk viðurkenning starfsréttinda milli ríkja geti raskað hæfniviðmiðum og gæðum menntunar. Menntakerfi, gæðakröfur og aðstæður eru ólíkar milli landa og einhliða samræming gæti valdið auknum kostnaði, dregið úr gæðum og leitt til vantrausts á innlendum kerfum. SART styðja við evrópskar áherslur um uppbyggingu iðnnáms SART deila þessum áherslum EuropeOn og hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að auka framboð á menntuðum rafiðnaðarmönnum hér á landi, enda liggi þar lykillinn að áframhaldandi framþróun í orkunýtingu, sjálfbærum samgöngum og uppbyggingu innviða framtíðarinnar. SART taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni rafiðnaðarins og eiga aðild að EuropeOn, sem hefur nú birt ályktun með mikilvægum tillögum til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við næstu starfsmenntastefnu (VET – Vocational Education and Training): Að lyfta starfsnámi til jafns við bóknám með samræmdum upplýsingaherferðum innan aðildarríkja ESB og EFTA. Að efla iðnnám og símenntun með áherslu á græna og stafræna færni. Að endurnýja aðstöðu starfsmenntaskóla og tryggja hæft kennaralið. Að styrkja hæfniramma þjóða með þátttöku aðila vinnumarkaðar og forðast einsleitar lausnir. „Evrópa getur ekki verið án iðn- og tæknifólks, rafvirkjar gegna lykilhlutverki í bæði samkeppnishæfni og loftslagsaðgerðum,“ segir Julie Beaufils, framkvæmdastjóri EuropeOn. „Hvernig ætlum við að innleiða nýjustu tækni ef enginn er til að setja hana upp og veita ráðgjöf?“ bætir hún við og undirstrikar mikilvægi þessara starfa fyrir innviðauppbyggingu og viðnámsþrótt samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka sem eru aðildarsamtök Samtaka iðnaðarins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun