Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 17. september 2025 08:03 Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við. Þingmaðurinn vísar til þriggja atriða. Það fyrsta snýr að afnámi úrræðis til ráðstafa séreignarsparnað á húsnæðislán. Vilhjálmur segir að þetta úrræði hafi hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest – sem er rétt að vissu marki. Það sem er villandi í þessu er að þetta úrræði mun enn þá vera til staðar fyrir fyrstu kaupendur, sem maður myndi halda að væri einmitt unga fólkið sem Vilhjálmur vísar til. Það má deila um það hvort aðrir en fyrstu kaupendur ættu að fá að nýta þetta úrræði en engu að síður er þetta vægast sagt villandi framsetning á álitaefninu. Annað atriðið sem þingmaðurinn vísar til er afnám svokallaðrar „samsköttunar hjóna“. Vilhjálmur segir að þetta úrræði nýtist hjónum þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna – sem er rétt að vissu marki. Það sem Vilhjálmi láðist að minnast á er að þetta úrræði nýtist eingöngu þeim þar sem annað hjóna er komið í efsta skattþrep tekjuskatts! Þetta þýðir að þessi breyting mun einungis hafa áhrif á þau hjónasambönd þar sem annað þeirra er með yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun! Ekki nóg með það, þá eru áhrif þessa úrræðis mjög lítil þegar viðkomandi er lítillega yfir 1.350.000 kr. viðmiðinu, heldur sjást áhrifin fyrst þegar fólk er komið í 1.500.000-1.800.000 kr. mánaðarlaun. Það er vert að spyrja sig hvers vegna við ættum að veita einstaklingum í efsta skattþrepinu, og þeim eingöngu, sérstakan skattaafslátt? Erum við virkilega að segja að hér sé verið að vega að millistéttinni þegar við erum að tala um slík laun? Hér er reiknivél sem hægt er að styðjast við og sjá hver áhrif þessarar breytinga raunverulega eru. Fólk mun enn geta nýtt sér ónýttan persónuafslátt maka og stendur ekki til að breyta því. Það sem verið er að gera er að afnema sérstakt úrræði sem nýtist einungis fólki sem er langt frá því að vera á meðallaunum, og ætti öllum að blasa við að sé sannkallað réttlætismál. Í þriðja lagi vísar Vilhjálmur til kílómetragjalds og að það séu ógagnsæ gjöld sem „hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða.“ Andstaða Vilhjálms til þessa máls er ekki síst áhugaverð þar sem það var síðasta ríkisstjórn, sem samanstóð af flokki hans, sem boðaði þessar breytingar fyrst. Sjálfur fagnaði hann tilkomu kílómetragjalds opinberlega, kallað það „sanngjarna leið“ og hvatti til þess að það yrði innleitt hratt í pontu Alþingis. Skjótt skipast veður í lofti. Burtséð frá því þá hafa verið gerðar ítarlegar greiningar á þessu gjaldi og mun það ekki koma illa niður á flestum notendum. Með tilkomu kílómetragjalds munu skattar eins og olíu- og bensíngjöld falla niður, og fólk sem ekur mest þarf að kaupa meira bensín, á lægra verði? Ekki eru olíugjöld í núverandi kerfi „landsbyggðarskattur“? Kerfið er því stillt þannig af að fólk mun í flestum tilvikum ekki sjá mun á kostnaði við rekstur bifreiðar. Í stuttu máli mun kílómetragjaldið aðallega hafa áhrif á þá sem aka um á nýjustu og sparneytustu bílunum. Fólk á eldri bílum mun ekki sjá hækkun á kostnaði við notkun ökutækisins síns. Þannig fer fram ákveðin leiðrétting vegna lækkandi bifreiðaskatta sem tæknibreytingar hafa haft í för með sér og eftir því sem verður næst komist, ríkt þverpólitísk samstaða um að þurfi að leiðrétta með einhverjum hætti. Fleiri upplýsingar um þetta má finna á þessari vefslóð: https://vegirokkarallra.is/ Markmið með grein hans Vilhjálms er að teikna upp falska mynd um hvernig ríkisstjórnin sé að vega að millistéttinni, þegar sannleikurinn er sá að með þessum breytingum er verið að taka út úrræði sem nýtast fólki sem hefur langt yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun, keyrir um á nýjustu og sparneytnustu bílunum og á meira en eina fasteign. Hvort það teljist vera árás á millistéttina getið þið, kæru lesendur, velt fyrir ykkur. Það sem er raunverulega að gerast er að ríkisstjórnin er í fyrsta sinn í langan tíma að vinna að umbótum sem skila sér beint til almennings. Þar ber hæst innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi, nær tvöföldun á frítekjumarki ellilífeyrisþega, umbætur á fæðingarorlofi, tenging lífeyris almannatrygginga við launavísitölu, átak í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði, aukin þjónusta við börn með fjölþættan vanda, stórbætt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni, efling geðheilbrigðisþjónustu, efling löggæslu og stóraukin framlög til viðhalds á vegakerfinu. Fólkið fyrst, svo allt hitt. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Flokkur fólksins Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við. Þingmaðurinn vísar til þriggja atriða. Það fyrsta snýr að afnámi úrræðis til ráðstafa séreignarsparnað á húsnæðislán. Vilhjálmur segir að þetta úrræði hafi hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest – sem er rétt að vissu marki. Það sem er villandi í þessu er að þetta úrræði mun enn þá vera til staðar fyrir fyrstu kaupendur, sem maður myndi halda að væri einmitt unga fólkið sem Vilhjálmur vísar til. Það má deila um það hvort aðrir en fyrstu kaupendur ættu að fá að nýta þetta úrræði en engu að síður er þetta vægast sagt villandi framsetning á álitaefninu. Annað atriðið sem þingmaðurinn vísar til er afnám svokallaðrar „samsköttunar hjóna“. Vilhjálmur segir að þetta úrræði nýtist hjónum þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna – sem er rétt að vissu marki. Það sem Vilhjálmi láðist að minnast á er að þetta úrræði nýtist eingöngu þeim þar sem annað hjóna er komið í efsta skattþrep tekjuskatts! Þetta þýðir að þessi breyting mun einungis hafa áhrif á þau hjónasambönd þar sem annað þeirra er með yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun! Ekki nóg með það, þá eru áhrif þessa úrræðis mjög lítil þegar viðkomandi er lítillega yfir 1.350.000 kr. viðmiðinu, heldur sjást áhrifin fyrst þegar fólk er komið í 1.500.000-1.800.000 kr. mánaðarlaun. Það er vert að spyrja sig hvers vegna við ættum að veita einstaklingum í efsta skattþrepinu, og þeim eingöngu, sérstakan skattaafslátt? Erum við virkilega að segja að hér sé verið að vega að millistéttinni þegar við erum að tala um slík laun? Hér er reiknivél sem hægt er að styðjast við og sjá hver áhrif þessarar breytinga raunverulega eru. Fólk mun enn geta nýtt sér ónýttan persónuafslátt maka og stendur ekki til að breyta því. Það sem verið er að gera er að afnema sérstakt úrræði sem nýtist einungis fólki sem er langt frá því að vera á meðallaunum, og ætti öllum að blasa við að sé sannkallað réttlætismál. Í þriðja lagi vísar Vilhjálmur til kílómetragjalds og að það séu ógagnsæ gjöld sem „hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða.“ Andstaða Vilhjálms til þessa máls er ekki síst áhugaverð þar sem það var síðasta ríkisstjórn, sem samanstóð af flokki hans, sem boðaði þessar breytingar fyrst. Sjálfur fagnaði hann tilkomu kílómetragjalds opinberlega, kallað það „sanngjarna leið“ og hvatti til þess að það yrði innleitt hratt í pontu Alþingis. Skjótt skipast veður í lofti. Burtséð frá því þá hafa verið gerðar ítarlegar greiningar á þessu gjaldi og mun það ekki koma illa niður á flestum notendum. Með tilkomu kílómetragjalds munu skattar eins og olíu- og bensíngjöld falla niður, og fólk sem ekur mest þarf að kaupa meira bensín, á lægra verði? Ekki eru olíugjöld í núverandi kerfi „landsbyggðarskattur“? Kerfið er því stillt þannig af að fólk mun í flestum tilvikum ekki sjá mun á kostnaði við rekstur bifreiðar. Í stuttu máli mun kílómetragjaldið aðallega hafa áhrif á þá sem aka um á nýjustu og sparneytustu bílunum. Fólk á eldri bílum mun ekki sjá hækkun á kostnaði við notkun ökutækisins síns. Þannig fer fram ákveðin leiðrétting vegna lækkandi bifreiðaskatta sem tæknibreytingar hafa haft í för með sér og eftir því sem verður næst komist, ríkt þverpólitísk samstaða um að þurfi að leiðrétta með einhverjum hætti. Fleiri upplýsingar um þetta má finna á þessari vefslóð: https://vegirokkarallra.is/ Markmið með grein hans Vilhjálms er að teikna upp falska mynd um hvernig ríkisstjórnin sé að vega að millistéttinni, þegar sannleikurinn er sá að með þessum breytingum er verið að taka út úrræði sem nýtast fólki sem hefur langt yfir 1.350.000 kr. í mánaðarlaun, keyrir um á nýjustu og sparneytnustu bílunum og á meira en eina fasteign. Hvort það teljist vera árás á millistéttina getið þið, kæru lesendur, velt fyrir ykkur. Það sem er raunverulega að gerast er að ríkisstjórnin er í fyrsta sinn í langan tíma að vinna að umbótum sem skila sér beint til almennings. Þar ber hæst innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi, nær tvöföldun á frítekjumarki ellilífeyrisþega, umbætur á fæðingarorlofi, tenging lífeyris almannatrygginga við launavísitölu, átak í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði, aukin þjónusta við börn með fjölþættan vanda, stórbætt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni, efling geðheilbrigðisþjónustu, efling löggæslu og stóraukin framlög til viðhalds á vegakerfinu. Fólkið fyrst, svo allt hitt. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun