Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 16. september 2025 15:00 Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa. Á undanförnum árum hafa nýjar íbúðir verið byggðar án þess að gera ráð fyrir bílastæðum, það hljómar kannski spennandi á blaði fyrir suma að reyna að gera Reykjavík að Kaupmannahöfn norður atlantshafsins með því að þétta borgina margfalt og neyða íbúa til að taka strætó en fyrir meðal fjölskyldur er þetta mikil áskorun. Við búum í borg þar sem almenningssamgöngur eru einfaldlega ekki komnar á þann stað að fólk geti treyst á þær í daglegu lífi. Við vitum mörg hversu lengi getur tekið að komast milli staða með strætó, vegna umferðar vanda, hversu sjaldan hann gengur á kvöldin og helgar og hvað þá ef veður eru válynd. Strætó er því miður ekki raunhæfur valkostur fyrir stóran hluta borgarbúa eins og staðan er núna. Áhersla á aðgengi borgarbúa Það sem skiptir máli er að hugsa um fólk. Fjölskyldur með ung börn þurfa að komast í leikskóla, skóla og íþróttir. Eldri borgarar þurfa að geta farið til læknis eða í búð án þess að þurfa að ganga langar vegalengdir í hálku og kulda. Fatlaðir þurfa einfaldlega að hafa tryggt aðgengi að sínum heimilum og þjónustu. Bílastæði er ekki munaður fyrir þessa hópa, þau eru lífsnauðsyn. Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló. Við erum borg með 140 þúsund íbúa í landi sem spannar þúsundir ferkílómetra og með tíu sinnum minni þéttleika sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur geta aldrei orðið sambærilegar eins og í fyrr nefndu borgunum. Það er engin raunverulegur valkostur fyrir langflesta borgarbúa annað en að nota bíla. Því er ekki sanngjarnt að bera okkur saman við stórborgir á meginlandinu sem hafa haft áratugi til að byggja upp öflugar járnbrautir, neðanjarðarlestir og skilvirk almenningssamgöngukerfi. Ekki afturför … heldur skynsemi Að krefjast þess að nýjar íbúðir hafi að lágmarki eitt bílastæði er því ekki afturför, heldur skynsemi. Það er ábyrgð gagnvart íbúum borgarinnar að tryggja að þeir sem þurfa bílastæði fái að lágmarki eitt stæði fyrir hverja íbúð. Við getum öll sammælst um að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum til lengri tíma, en í dag erum við einfaldlega ekki komin á þann stað að bíllinn sé valkostur sem hægt er að sleppa. Þetta snýst ekki um að vera á móti almenningssamgöngum. Þvert á móti. Við eigum að halda áfram að fjárfesta í þeim, styrkja kerfið og gera það að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. En þar til það gerist, verðum við að vera raunsæ og standa vörð um það sem tryggir lífsgæði fólks í dag. Því leggjum við í Framsókn fram tillögu þess efnis í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg skilyrði að hver ný íbúð sem byggð er í Reykjavík hafi að minnsta kosti eitt bílastæði. Það er einföld, sanngjörn og mannleg krafa sem tekur mið af raunveruleikanum sem við lifum í. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og situr í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa. Á undanförnum árum hafa nýjar íbúðir verið byggðar án þess að gera ráð fyrir bílastæðum, það hljómar kannski spennandi á blaði fyrir suma að reyna að gera Reykjavík að Kaupmannahöfn norður atlantshafsins með því að þétta borgina margfalt og neyða íbúa til að taka strætó en fyrir meðal fjölskyldur er þetta mikil áskorun. Við búum í borg þar sem almenningssamgöngur eru einfaldlega ekki komnar á þann stað að fólk geti treyst á þær í daglegu lífi. Við vitum mörg hversu lengi getur tekið að komast milli staða með strætó, vegna umferðar vanda, hversu sjaldan hann gengur á kvöldin og helgar og hvað þá ef veður eru válynd. Strætó er því miður ekki raunhæfur valkostur fyrir stóran hluta borgarbúa eins og staðan er núna. Áhersla á aðgengi borgarbúa Það sem skiptir máli er að hugsa um fólk. Fjölskyldur með ung börn þurfa að komast í leikskóla, skóla og íþróttir. Eldri borgarar þurfa að geta farið til læknis eða í búð án þess að þurfa að ganga langar vegalengdir í hálku og kulda. Fatlaðir þurfa einfaldlega að hafa tryggt aðgengi að sínum heimilum og þjónustu. Bílastæði er ekki munaður fyrir þessa hópa, þau eru lífsnauðsyn. Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló. Við erum borg með 140 þúsund íbúa í landi sem spannar þúsundir ferkílómetra og með tíu sinnum minni þéttleika sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur geta aldrei orðið sambærilegar eins og í fyrr nefndu borgunum. Það er engin raunverulegur valkostur fyrir langflesta borgarbúa annað en að nota bíla. Því er ekki sanngjarnt að bera okkur saman við stórborgir á meginlandinu sem hafa haft áratugi til að byggja upp öflugar járnbrautir, neðanjarðarlestir og skilvirk almenningssamgöngukerfi. Ekki afturför … heldur skynsemi Að krefjast þess að nýjar íbúðir hafi að lágmarki eitt bílastæði er því ekki afturför, heldur skynsemi. Það er ábyrgð gagnvart íbúum borgarinnar að tryggja að þeir sem þurfa bílastæði fái að lágmarki eitt stæði fyrir hverja íbúð. Við getum öll sammælst um að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum til lengri tíma, en í dag erum við einfaldlega ekki komin á þann stað að bíllinn sé valkostur sem hægt er að sleppa. Þetta snýst ekki um að vera á móti almenningssamgöngum. Þvert á móti. Við eigum að halda áfram að fjárfesta í þeim, styrkja kerfið og gera það að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. En þar til það gerist, verðum við að vera raunsæ og standa vörð um það sem tryggir lífsgæði fólks í dag. Því leggjum við í Framsókn fram tillögu þess efnis í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg skilyrði að hver ný íbúð sem byggð er í Reykjavík hafi að minnsta kosti eitt bílastæði. Það er einföld, sanngjörn og mannleg krafa sem tekur mið af raunveruleikanum sem við lifum í. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og situr í umhverfis- og skipulagsráði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun