„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 12:07 Ingibjörg Rósa er fráfarandi starfsmaður á Sólheimum. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. Í skoðanapistli á Vísi í gær lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún lýsti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún segir stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hafi áhyggjur af ástandinu. „Mjög mikil depurð, mjög mikill kvíði og óvíssa og frá því í janúar hefur fólk verið að líta í kringum sig eftir öðrum störfum. Ekki vegna þess að þau vilji yfirgefa Sólheima, heldur vegna þess að þeim líst ekki á hvað er í gangi þarna. Þeim líst ekki á framtíðina á Sólheimum, þeim líður illa yfir þessu og mörg eiga í erfiðum samskiptum við framkvæmdastjórann,“ sagði Ingibjörg Rósa í samtali við fréttastofu Sýnar. „Fólk er bara orðið þreytt, kvíðið og illa sofið. Við sjáum að fólk er að fara í veikindaleyfi, fólk sem hefur aldrei farið í veikindaleyfi.“ „Fólk hefur hætt eða verið nánast bolað úr starfi síðan hún tók við“ Umræddur framkvæmdastjóri, Kristín Björg Albertsdóttir, var ráðin til starfa í febrúar en hún hafði starfað áður á Sólheimum. Ingibjörg segir að starfsfólk hafi komið óánægju á framfæri, bæði þegar framkvæmdastjórinn hætti og þegar hún var ráðin á ný. Yfirstjórn hafi ekki hlustað á þeirra raddir. „Þegar hún var ráðin var okkur sagt að að það væri því hún væri svo góð að spara. Það setur kvíða að öllum, hvernig á að spara og í hverju? Eigum við að hlaupa hraðar?“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við og það hefur ekki verið ráðið fólk strax til að fylla í þau skörð.“ Hún nefnir að fyrir skömmu hafi tveir starfsmenn verið á vakt að sinna 20 einstaklingum sem búa í sjálfstæðri búsetu. Starfsfólk bugist og líði illa yfir því að ná ekki að sinna íbúum nægilega vel í starfsemi sem sé mjög viðkvæm. Stór hópur labbaði út af starfsmannafundi Þá undirstrikar Ingibjörg hversu lítið hlustað sé á raddir starfsfólk og ekki staðið við loforð um að ekki yrðu gerðar frekari breytingar á starfseminni. „Það var gerð tilraun til að halda einn fund með okkur og hann var svo gersamlega misheppnaður að við vorum stór hópur sem labbaði út. Á starfsmannafundi sem síðan var haldinn eftir ítrekaðar óskir voru starfsmönnum settar strangar samskiptareglur sem og skorður um umræðuefni. „Hann var með alls konar fyrirmæli um að haga okkur vel áður en fundurinn byrjaði. Okkur fannst ekki mikið hlustað á okkur og í lok þess fundar var okkur beinlínis sagt að það verði ekki tekið neitt tillit til okkar athugasemda eða óska.“ Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Rekstur hins opinbera Félagasamtök Vinnumarkaður Grímsnes- og Grafningshreppur Sólheimar í Grímsnesi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í gær lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún lýsti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún segir stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hafi áhyggjur af ástandinu. „Mjög mikil depurð, mjög mikill kvíði og óvíssa og frá því í janúar hefur fólk verið að líta í kringum sig eftir öðrum störfum. Ekki vegna þess að þau vilji yfirgefa Sólheima, heldur vegna þess að þeim líst ekki á hvað er í gangi þarna. Þeim líst ekki á framtíðina á Sólheimum, þeim líður illa yfir þessu og mörg eiga í erfiðum samskiptum við framkvæmdastjórann,“ sagði Ingibjörg Rósa í samtali við fréttastofu Sýnar. „Fólk er bara orðið þreytt, kvíðið og illa sofið. Við sjáum að fólk er að fara í veikindaleyfi, fólk sem hefur aldrei farið í veikindaleyfi.“ „Fólk hefur hætt eða verið nánast bolað úr starfi síðan hún tók við“ Umræddur framkvæmdastjóri, Kristín Björg Albertsdóttir, var ráðin til starfa í febrúar en hún hafði starfað áður á Sólheimum. Ingibjörg segir að starfsfólk hafi komið óánægju á framfæri, bæði þegar framkvæmdastjórinn hætti og þegar hún var ráðin á ný. Yfirstjórn hafi ekki hlustað á þeirra raddir. „Þegar hún var ráðin var okkur sagt að að það væri því hún væri svo góð að spara. Það setur kvíða að öllum, hvernig á að spara og í hverju? Eigum við að hlaupa hraðar?“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við og það hefur ekki verið ráðið fólk strax til að fylla í þau skörð.“ Hún nefnir að fyrir skömmu hafi tveir starfsmenn verið á vakt að sinna 20 einstaklingum sem búa í sjálfstæðri búsetu. Starfsfólk bugist og líði illa yfir því að ná ekki að sinna íbúum nægilega vel í starfsemi sem sé mjög viðkvæm. Stór hópur labbaði út af starfsmannafundi Þá undirstrikar Ingibjörg hversu lítið hlustað sé á raddir starfsfólk og ekki staðið við loforð um að ekki yrðu gerðar frekari breytingar á starfseminni. „Það var gerð tilraun til að halda einn fund með okkur og hann var svo gersamlega misheppnaður að við vorum stór hópur sem labbaði út. Á starfsmannafundi sem síðan var haldinn eftir ítrekaðar óskir voru starfsmönnum settar strangar samskiptareglur sem og skorður um umræðuefni. „Hann var með alls konar fyrirmæli um að haga okkur vel áður en fundurinn byrjaði. Okkur fannst ekki mikið hlustað á okkur og í lok þess fundar var okkur beinlínis sagt að það verði ekki tekið neitt tillit til okkar athugasemda eða óska.“ Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Rekstur hins opinbera Félagasamtök Vinnumarkaður Grímsnes- og Grafningshreppur Sólheimar í Grímsnesi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent