Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:31 Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Heimilisofbeldi Reykjavík Kynbundið ofbeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun