Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar 18. september 2025 12:30 Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun