Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 18:56 Björk Áskelsdóttir er ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans. Vísir/Lýður Valberg Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“ Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“
Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira