„Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. september 2025 19:50 Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur UMFN Njarðvíkingar leiða einvígi sitt gegn Keflvíkingum með tveimur mörkum gegn einu í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni um laust sæti í Bestu deild karla. „Alltaf gott og erfitt að koma til Keflavíkur og ná einhverju út úr því, hvað þá vinna“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Njarðvíkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og voru því snemma komnir í þægilega stöðu í leiknum. „Mér fannst við gera virkilega vel og vorum eiginlega óheppnir að bæta ekki við ef ég á að segja alveg eins og er. Við fengum tækifæri þar sem það munaði nokkrum sentimetrum uppá að menn væru komnir í gegn og fleirra“ „Mér fannst það sem við lögðum upp með í leiknum ganga bara fullkomnlega upp í fyrri hálfleik og bara virkilega stoltur af strákunum“ Það var ekki alveg sami kraftur í gestunum í seinni hálfleik. „Svo kemur seinni hálfleikur og ég skil ekki afhverju en þeir eru helvíti góðir þarna á vedur.is eða eitthvað að átta sig á því að það er allt í einu komið brjálað rok á annað markið í seinni hálfleik svo þeir fengu svona smá 'momentum' með sér og við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum ofar á völlinn“ „Það kemur smá rót á þetta og þeir ná markinu í því augnabliki en ég er samt mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn og gerðum þetta bara virkilega vel. Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma og við gerðum það bara og ég er mjög stoltur af strákunum“ Njarðvíkingar verða á Oumar Diocuk í seinni leik liðana en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. „Við erum með góðan hóp. Við erum búnir að vera virkilega góðir allt tímabilið finnst mér og auðvitað er nátturlega vont fyrir okkur að missa okkar hættulegasta mann. Oumar Diouck er nátturlega búin að vera stórkostlegur á þessu móti finnst mér og mér finnst hann búin að vera besti leikmaðurinn í þessu móti yfir heildina“ „Auðvitað verður erfitt að missa hann fyrir þennan leik en það kemur bara maður í manns stað og við vitum alveg hvað við þurfum þá að gera og við förum bara vel yfir það núna á næstu dögum fyrir leik á sunnudaginn og við verðum klárir“ Það var einstaklega vel mætt í stúkunni í kvöld og stuðningurinn skiptir miklu máli að mati Gunnars Heiðars. „Þetta var frábært, virkilega. Þau komu líka hérna á Ljósanótt og studdu okkur áfram og þetta er akkúrat það sem við þurfum og sérstaklega núna á þessum tímapunkti þar sem menn eru orðnir rosalega þreyttir að þá er þessi gamli góði tólfti maður“ „Þessi stuðningur úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli því að það er auðveldara fyrir leikmenn að hlaupa þennan extra metra eða gera þetta extra þegar þú finnur fyrir þessum stuðningi í stúkunni sem ýtir þér áfram í að gera þetta“ UMF Njarðvík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira
„Alltaf gott og erfitt að koma til Keflavíkur og ná einhverju út úr því, hvað þá vinna“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Njarðvíkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og voru því snemma komnir í þægilega stöðu í leiknum. „Mér fannst við gera virkilega vel og vorum eiginlega óheppnir að bæta ekki við ef ég á að segja alveg eins og er. Við fengum tækifæri þar sem það munaði nokkrum sentimetrum uppá að menn væru komnir í gegn og fleirra“ „Mér fannst það sem við lögðum upp með í leiknum ganga bara fullkomnlega upp í fyrri hálfleik og bara virkilega stoltur af strákunum“ Það var ekki alveg sami kraftur í gestunum í seinni hálfleik. „Svo kemur seinni hálfleikur og ég skil ekki afhverju en þeir eru helvíti góðir þarna á vedur.is eða eitthvað að átta sig á því að það er allt í einu komið brjálað rok á annað markið í seinni hálfleik svo þeir fengu svona smá 'momentum' með sér og við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum ofar á völlinn“ „Það kemur smá rót á þetta og þeir ná markinu í því augnabliki en ég er samt mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn og gerðum þetta bara virkilega vel. Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma og við gerðum það bara og ég er mjög stoltur af strákunum“ Njarðvíkingar verða á Oumar Diocuk í seinni leik liðana en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. „Við erum með góðan hóp. Við erum búnir að vera virkilega góðir allt tímabilið finnst mér og auðvitað er nátturlega vont fyrir okkur að missa okkar hættulegasta mann. Oumar Diouck er nátturlega búin að vera stórkostlegur á þessu móti finnst mér og mér finnst hann búin að vera besti leikmaðurinn í þessu móti yfir heildina“ „Auðvitað verður erfitt að missa hann fyrir þennan leik en það kemur bara maður í manns stað og við vitum alveg hvað við þurfum þá að gera og við förum bara vel yfir það núna á næstu dögum fyrir leik á sunnudaginn og við verðum klárir“ Það var einstaklega vel mætt í stúkunni í kvöld og stuðningurinn skiptir miklu máli að mati Gunnars Heiðars. „Þetta var frábært, virkilega. Þau komu líka hérna á Ljósanótt og studdu okkur áfram og þetta er akkúrat það sem við þurfum og sérstaklega núna á þessum tímapunkti þar sem menn eru orðnir rosalega þreyttir að þá er þessi gamli góði tólfti maður“ „Þessi stuðningur úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli því að það er auðveldara fyrir leikmenn að hlaupa þennan extra metra eða gera þetta extra þegar þú finnur fyrir þessum stuðningi í stúkunni sem ýtir þér áfram í að gera þetta“
UMF Njarðvík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira