Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. september 2025 08:46 Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun