Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2025 10:50 Dauður selur rétt utanvert við Hrófberg. Hann var skotinn í höfuðið. Jón Halldórsson Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira