Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar 19. september 2025 07:30 Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun