Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:03 Sally Rooney skrifaði bækurnar Eins og fólk er flest og Millileikur. Getty Írski metsöluhöfundurinn Sally Rooney getur ekki ferðast til Bretlands vegna ótta við að hún yrði handtekin. Rooney hefur stutt fjárhagslega við bakið á samtökum sem styðja Palestínu en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bretlandi. Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim. Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim.
Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira