Innlent

Réðst á konur og sló í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Sex gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en alls var 41 mál skráð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og nótt.

Tveir voru handteknir vegna húsbrots í Hafnarfirði og maður í annarlegu ástandi aðstoðaður í Kópavogi. Þá var eldri kona aðstoðuð eftir að hafa dottið í póstnúmerinu 110 og flutt á bráðamóttöku.

Í yfirlit lögreglu, sem er fremur stutt að þessu sinni, segir einnig að einstaklingur í annarlegu ástandi hafi ráðist á tvær konur í miðborginni og slegið þær. Forðaði hann sér síðan á brott.

Þá segir að sjö hafi verið stöðvaðir í umferðinni í póstnúmerinu 105, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×