„Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2025 10:47 Donald Trump og Erika Kirk á minningarathöfninni í gær. AP/Julia Demaree Nikhinson Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna. Meðal þeirra sem héldu einnig ávörp á athöfninni voru JD Vance varaforseti, Marco Rubio utanríkisráðherra, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Mörg þeirra töluðu um að auka vægi kristni í bandarísku samfélagi og stjórnsýslu. Erika Kirk, ekkja Charlies Kirk, sagðist fyrirgefa unga manninum sem myrti eiginmann sinn á dögunum. Á minningarathöfn Kirks í Arizona í gær sagði hún að Jesú Kristur hefði fyrirgefið morðingjum sínum og því hefði hún fyrirgefið morðingja eiginmanns síns. „Svarið gegn hatri er ekki hatur,“ sagði Erika Kirk á minningarathöfninni. Sjá einnig: Fyrirgefur morðingjanum Skömmu síðar steig Trump í pontu þar sem hann sagði að Kirk hefði ekki hatað andstæðinga sína, heldur óskað þeim alls hins besta. Það ætti ekki við Trump sjálfan. „Þar var ég ósammála Charlie. Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika og ég óska þeim ekki alls hins besta.“ Forsetinn minntist Kirks sem bandarískri hetju og sagðist fullviss í sinni sök um að enginn á íþróttavellinum myndi nokkurn tímann gleyma Kirk. Það sama myndi nú eiga við allan heiminn um ókomna tíð. Hann sagði morðið hafa verið árás á alla bandarísku þjóðina og árás á helstu gildi og réttindi Bandaríkjamanna. Allir sem reyndu að réttlæta morðið væru klikkaðir. „Byssunni var miðað á hann en byssukúlunni var miðað á okkur öll,“ sagði Trump. Sjá einnig: Hver var Charlie Kirk? Í ræðu sinni fór Trump um víðan völl og flakkaði milli þess að minnast Kirks og að flytja hefðbundna kosningaræðu. New York Times segir að þegar ræða Trumps varð sífellt pólitískari hafi margir staðið upp og yfirgefið íþróttavöllinn. Áhugasamir geta fundið myndband af ræðum JD Vance varaforseta, Eriku Kirk ekkju Kirks, og Donald Trump forseta, hér. Ræðu Trumps má finna í spilaranum hér að neðan. Watch in full: President Donald J. Trump's remarks honoring the life and legacy of Charlie Kirk pic.twitter.com/2YolNoJdVy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 22, 2025 Trump kallaði Tyler Robinson, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Charlie Kirk, kaldrifjað skrímsli og sagði hann öfgavæddan. Þá fór Trump hörðum orðum um gagnrýnendur Kirks og sakaði þá enn og aftur um að bera ábyrgð á morðinu á Kirk. Forsetinn hét því að beita valdi sínu og dómsmálaráðuneytinu gegn því sem hann kallaði, samkvæmt New York Times, samtök öfgafullra brjálæðinga sem fjármagna, skipuleggja og fremja pólitísk ofbeldi. Sjá einnig: Segir Fallon og Meyers næsta Meðlimir ríkisstjórnar Trumps sem héldu ávörp á athöfninni töluðu um að Kirk hefði barist gegn illsku í Bandaríkjunum og vísuðu reglulega til óskilgreindra „þeirra“ sem óvina hægri sinnaðs fólks, samkvæmt AP fréttveitunni. https://apnews.com/article/charlie-kirk-trump-memorial-service-b5469086954908b162f464da966cf238 Stephen Millier, aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins og mjög áhrifamikill ráðgjafi Trumps, sagði þessa meintu óvini ekki hafa hugmynd um „drekann sem þeir hefðu vakið.“ „Þið hafið ekki hugmynd um það hve staðráðin við erum í að bjarga þessari siðmenningu, að bjarga vestrinu, að bjarga þessu lýðveldi.“ Fara í hart gegn andstæðingum Frá því Kirk var myrtur hefur Trump og ríkisstjórn hans gripið til ýmissa aðgerða sem beinast gegn eða gætu beinst gegn pólitískum andstæðingum hans. Trump, starfsmenn hans, embættismenn og ráðgjafar, hafa ítrekað heitið hefndum gegn pólitískum andstæðingum forsetans vegna morðsins. Þessi orð hafa beinst gegn breiðum hópi fólks, samtaka og stofnana og oft á veikum grunni. Enn sem komið er hefur lítið af upplýsingum litið dagsins ljós sem benda til þess af hverju Robinson skaut Kirk til bana. Móðir hans hefur sagt rannsakendum að Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri á undanförnu ári. Þar að auki sagði hún að sonur sinni hefði gagnrýnt Kirk fyrir að dreifa hatri. Sjálfur sló hann á svipaða strengi í samtali við sambýliskonu sína eftir morðið. Hún spurði af hverju hann hefði skotið Kirk og Robinsons sagðist þá hafa „fengið nóg af hatri“ hans. Fjölmiðlar vestanhafs hafa á undanförnum dögum vitnaði í heimildarmenn sína í löggæslu og sagt að engar vísbendingar hafi fundist um að Robinson hafi ekki verið einn að verki. Þá er hann ekki sagður hafa verið meðlimur í einhverju vinstri samtökum eða hópum. Í samtali við NBC News sagði einni ónefndur heimildarmaður að svo virtist sem að um væri að ræða „einn mann sem gerði hræðilegan hlut af því honum fannst boðskapur Kirks persónulega andstyggilegur.“ Bandaríkin Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Erlend sakamál Tengdar fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. 21. september 2025 17:59 Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. 21. september 2025 11:37 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09 Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. 17. september 2025 13:27 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Meðal þeirra sem héldu einnig ávörp á athöfninni voru JD Vance varaforseti, Marco Rubio utanríkisráðherra, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og Susie Wiles, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Mörg þeirra töluðu um að auka vægi kristni í bandarísku samfélagi og stjórnsýslu. Erika Kirk, ekkja Charlies Kirk, sagðist fyrirgefa unga manninum sem myrti eiginmann sinn á dögunum. Á minningarathöfn Kirks í Arizona í gær sagði hún að Jesú Kristur hefði fyrirgefið morðingjum sínum og því hefði hún fyrirgefið morðingja eiginmanns síns. „Svarið gegn hatri er ekki hatur,“ sagði Erika Kirk á minningarathöfninni. Sjá einnig: Fyrirgefur morðingjanum Skömmu síðar steig Trump í pontu þar sem hann sagði að Kirk hefði ekki hatað andstæðinga sína, heldur óskað þeim alls hins besta. Það ætti ekki við Trump sjálfan. „Þar var ég ósammála Charlie. Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika og ég óska þeim ekki alls hins besta.“ Forsetinn minntist Kirks sem bandarískri hetju og sagðist fullviss í sinni sök um að enginn á íþróttavellinum myndi nokkurn tímann gleyma Kirk. Það sama myndi nú eiga við allan heiminn um ókomna tíð. Hann sagði morðið hafa verið árás á alla bandarísku þjóðina og árás á helstu gildi og réttindi Bandaríkjamanna. Allir sem reyndu að réttlæta morðið væru klikkaðir. „Byssunni var miðað á hann en byssukúlunni var miðað á okkur öll,“ sagði Trump. Sjá einnig: Hver var Charlie Kirk? Í ræðu sinni fór Trump um víðan völl og flakkaði milli þess að minnast Kirks og að flytja hefðbundna kosningaræðu. New York Times segir að þegar ræða Trumps varð sífellt pólitískari hafi margir staðið upp og yfirgefið íþróttavöllinn. Áhugasamir geta fundið myndband af ræðum JD Vance varaforseta, Eriku Kirk ekkju Kirks, og Donald Trump forseta, hér. Ræðu Trumps má finna í spilaranum hér að neðan. Watch in full: President Donald J. Trump's remarks honoring the life and legacy of Charlie Kirk pic.twitter.com/2YolNoJdVy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) September 22, 2025 Trump kallaði Tyler Robinson, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Charlie Kirk, kaldrifjað skrímsli og sagði hann öfgavæddan. Þá fór Trump hörðum orðum um gagnrýnendur Kirks og sakaði þá enn og aftur um að bera ábyrgð á morðinu á Kirk. Forsetinn hét því að beita valdi sínu og dómsmálaráðuneytinu gegn því sem hann kallaði, samkvæmt New York Times, samtök öfgafullra brjálæðinga sem fjármagna, skipuleggja og fremja pólitísk ofbeldi. Sjá einnig: Segir Fallon og Meyers næsta Meðlimir ríkisstjórnar Trumps sem héldu ávörp á athöfninni töluðu um að Kirk hefði barist gegn illsku í Bandaríkjunum og vísuðu reglulega til óskilgreindra „þeirra“ sem óvina hægri sinnaðs fólks, samkvæmt AP fréttveitunni. https://apnews.com/article/charlie-kirk-trump-memorial-service-b5469086954908b162f464da966cf238 Stephen Millier, aðstoðarstarfsmannastjóri Hvíta hússins og mjög áhrifamikill ráðgjafi Trumps, sagði þessa meintu óvini ekki hafa hugmynd um „drekann sem þeir hefðu vakið.“ „Þið hafið ekki hugmynd um það hve staðráðin við erum í að bjarga þessari siðmenningu, að bjarga vestrinu, að bjarga þessu lýðveldi.“ Fara í hart gegn andstæðingum Frá því Kirk var myrtur hefur Trump og ríkisstjórn hans gripið til ýmissa aðgerða sem beinast gegn eða gætu beinst gegn pólitískum andstæðingum hans. Trump, starfsmenn hans, embættismenn og ráðgjafar, hafa ítrekað heitið hefndum gegn pólitískum andstæðingum forsetans vegna morðsins. Þessi orð hafa beinst gegn breiðum hópi fólks, samtaka og stofnana og oft á veikum grunni. Enn sem komið er hefur lítið af upplýsingum litið dagsins ljós sem benda til þess af hverju Robinson skaut Kirk til bana. Móðir hans hefur sagt rannsakendum að Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri á undanförnu ári. Þar að auki sagði hún að sonur sinni hefði gagnrýnt Kirk fyrir að dreifa hatri. Sjálfur sló hann á svipaða strengi í samtali við sambýliskonu sína eftir morðið. Hún spurði af hverju hann hefði skotið Kirk og Robinsons sagðist þá hafa „fengið nóg af hatri“ hans. Fjölmiðlar vestanhafs hafa á undanförnum dögum vitnaði í heimildarmenn sína í löggæslu og sagt að engar vísbendingar hafi fundist um að Robinson hafi ekki verið einn að verki. Þá er hann ekki sagður hafa verið meðlimur í einhverju vinstri samtökum eða hópum. Í samtali við NBC News sagði einni ónefndur heimildarmaður að svo virtist sem að um væri að ræða „einn mann sem gerði hræðilegan hlut af því honum fannst boðskapur Kirks persónulega andstyggilegur.“
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Charlie Kirk Erlend sakamál Tengdar fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. 21. september 2025 17:59 Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. 21. september 2025 11:37 Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09 Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. 17. september 2025 13:27 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. 21. september 2025 17:59
Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. 21. september 2025 11:37
Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. 19. september 2025 10:09
Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. 17. september 2025 13:27