Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 22. september 2025 14:33 Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun