Innlent

Sleppt lausum eftir yfir­heyrslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Plötur hafa verið settar í stað rúða í gluggum sem brotnuðu.
Plötur hafa verið settar í stað rúða í gluggum sem brotnuðu. Vísir/Anton brink

Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu.

Eldur kviknaði í íbúðinni um sexleytið í gærkvöldi og er íbúðin töluvert skemmd að sögn Heimis Ríkharðssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu.

Einn var handtekinn í tengslum við rannsóknina. Heimir segir meðal þess sem sé til skoðunar hvort að um íkveikju hafi verið að ræða. Sá grunur fáist hins vegar ekki staðfestur fyrr en vinnu tæknideildar lögreglu á vettvangi verði lokið.


Tengdar fréttir

Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi

Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×