Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2025 07:31 „Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun