Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 13:02 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Sýn Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“ Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sjá meira
Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“
Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sjá meira