Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar 23. september 2025 15:31 Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Rafhlaupahjól Slysavarnir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun