Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar 23. september 2025 15:31 Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Rafhlaupahjól Slysavarnir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar