Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. september 2025 08:32 Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar