Innlent

Látinn laus en rann­sókn enn í fullum gangi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hinn grunaði er ungur aðkomumaður.
Hinn grunaði er ungur aðkomumaður. Vísir/Egill

Rannsókn á innbrotum og eldsvoða á Sauðárkróki er í fullum gangi en maður sem handtekinn var í tengslum við málið var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gær.

Lögregla segir að verið sé að vinna úr rannsóknargögnum og þá eigi eftir að yfirheyra vitni.

Vísir greindi frá málinu í gær en þá hafði ungur maður verið handtekinn, grunaður um að hafa farið inn í hús og bifreiðar og valdið eldsvoða í hjólhýsi. Er hann sagður hafa valdið einhverjum skemmdum þar sem hann fór inn.

Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi farið inn í að minnsta kosti tvö hús en lögregla segir það enn til rannsóknar. 

Hinn grunaði á ekki heima í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×