Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. september 2025 20:00 Albert er leikmaður ítalska liðsins Fiorentina. EPA/CLAUDIO GIOVANNINI Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. Albert er skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu sem stendur og lykilmaður íslenska karlalandsliðsins. Albert spilaði um árabil í Hollandi en færði sig frá AZ Alkmaar til Genoa árið 2022. Hann fór á láni til Fiorentina á síðasta tímabili og endaði Flórensarliðið á að kaupa hann í janúar. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sem kom út í desember í fyrra, er Albert fjórði launahæsti íslenski atvinnumaðurinn með um 350 milljónir króna í árslaun. Þar kemur fram að Fiorentina hafi greitt Genóa átta milljónir evra fyrir að fá Albert á láni í eitt tímabil og svo greitt tuttugu milljónir evra til viðbótar til að kaupa hann. Síðan þá hefur Albert gengið til liðs við stærra félaga, Fiorentina, og eflaust hækkað laun sín töluvert hjá nýju félagi. Síðustu mánuði hefur Albert byggt upp fasteignaveldi og fjárfest í fjölda eigna í miðborginni. Hann er skráður til heimilis í Hollandi þar sem hann á eina íbúð. Auk þess á hann tæplega hundrað fermetra íbúð við Melhaga í Vesturbænum í Reykjavík sem hann keypti árið 2022. Útsýnisíbúð við Reykjastræti Félag Alberts festi kaup á 103,9 fermetra íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Reykjastræti sem var byggt árið 2019 þann 8. júlí síðastliðinn. Um er að ræða bjarta horníbúð með stórum gluggum á tvo vegu og heillandi útsýni að Hörpu. Íbúðin skiptist í opið eldhús og stóra stofu með útgengi á 4,5 fermetra austursvalir, svefnherbergi með fataherbergi og rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu. Auk þess er sérmerkt stæði í bílageymslu. Félag Alberts greiddi 139 milljónir fyrir íbúðina. Einbýlishús á Seltjarnarnesi Nýverið greindi mbl.is frá því að félagið hafi fest kaup á tveggja hæða einbýlishúsi við Suðurmýri á Seltjarnarnesi. Húsið er 196 fermetrar að strærð, þar af 35 fermetra bílskúr. Húsið var byggt 2001 en hefur verið endurnýjað á heillandi máta. Kaupsamningur var undirritaður þann 26. júní síðastliðinn. Félag Alberts greiddi 185 milljónir fyrir húsið. já.is Keypti tvær glæsiíbúðir í miðborginni sama dag Félag Alberts festi kaup á tveimur íbúðum þann 30. janúar síðastliðinn. Annars vegar 163,8 fermetra þakíbúð við Tryggagötu og hins vegar 118,4 fermetra íbúð á fimmtu hæð við Kolagötu. Íbúðin við Tryggagötu er á efstu hæð í húsi sem var byggt árið 2018 .Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði íbúðina og sá um efnisval en allar innréttingar, gólfefni og tæki eru sérvalin til að mynda eina stílhreina heild. Eldhús, stofa og borðstofa er í samliggjandi opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Í eldhúsi er svört vegleg innrétting og rúmgóð eyja með marmara á borðum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Tvennar svalir eru úr íbúðinni. Félag Alberts greiddi 188 miljónir fyrir eignina. Umrædd íbúð er við Kolagötu, 118,4 fermetrar að stærð, á fimmtu hæð í húsi sem byggt var árið 2018. Íbúðin samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu í opnu rými, einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Félag Alberts greiddi 140 milljónir króna fyrir íbúðina. Þakíbúð fyrir hálfan milljarð í Róm Síðast en ekki síst keypti Albert 200 fermetra þakíbúð í hverfinu Ardeatino, í suðvesturhluta Rómar á Ítalíu, fyrr á árinu sem hann fær afhent í loks árs 2026. Auk þess eru tvöhundruð fermetra þaksvalir með sundlaug og stórbrotnu útsýni. Albert greiddi um hálfan milljarð íslenskra króna fyrir þakíbúðina. Íbúðin er í fallegu tólf hæða fjölbýlishúsi sem er hannað af Mario Cucinella Architect (MCA) og ber heitið Foresta Romana, eða rómverskur skógur. Hönnun hússins er innblásin af rómverskum fíkjutrjám og öðrum náttúrulegum þáttum í nágrenninu þar sem náttúra og borgarumhverfi fléttast saman á vandaðan hátt. Byggingin er hönnuð með sjálfbærni að leiðarljósi með nýtingu sólarorku og endurheimtu vatns til vökvunar. Nánari upplýsingar um húsið má nálgast hér. Fasteignamarkaður Hús og heimili Ítalía Fótbolti Reykjavík Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Albert er skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu sem stendur og lykilmaður íslenska karlalandsliðsins. Albert spilaði um árabil í Hollandi en færði sig frá AZ Alkmaar til Genoa árið 2022. Hann fór á láni til Fiorentina á síðasta tímabili og endaði Flórensarliðið á að kaupa hann í janúar. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sem kom út í desember í fyrra, er Albert fjórði launahæsti íslenski atvinnumaðurinn með um 350 milljónir króna í árslaun. Þar kemur fram að Fiorentina hafi greitt Genóa átta milljónir evra fyrir að fá Albert á láni í eitt tímabil og svo greitt tuttugu milljónir evra til viðbótar til að kaupa hann. Síðan þá hefur Albert gengið til liðs við stærra félaga, Fiorentina, og eflaust hækkað laun sín töluvert hjá nýju félagi. Síðustu mánuði hefur Albert byggt upp fasteignaveldi og fjárfest í fjölda eigna í miðborginni. Hann er skráður til heimilis í Hollandi þar sem hann á eina íbúð. Auk þess á hann tæplega hundrað fermetra íbúð við Melhaga í Vesturbænum í Reykjavík sem hann keypti árið 2022. Útsýnisíbúð við Reykjastræti Félag Alberts festi kaup á 103,9 fermetra íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Reykjastræti sem var byggt árið 2019 þann 8. júlí síðastliðinn. Um er að ræða bjarta horníbúð með stórum gluggum á tvo vegu og heillandi útsýni að Hörpu. Íbúðin skiptist í opið eldhús og stóra stofu með útgengi á 4,5 fermetra austursvalir, svefnherbergi með fataherbergi og rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu. Auk þess er sérmerkt stæði í bílageymslu. Félag Alberts greiddi 139 milljónir fyrir íbúðina. Einbýlishús á Seltjarnarnesi Nýverið greindi mbl.is frá því að félagið hafi fest kaup á tveggja hæða einbýlishúsi við Suðurmýri á Seltjarnarnesi. Húsið er 196 fermetrar að strærð, þar af 35 fermetra bílskúr. Húsið var byggt 2001 en hefur verið endurnýjað á heillandi máta. Kaupsamningur var undirritaður þann 26. júní síðastliðinn. Félag Alberts greiddi 185 milljónir fyrir húsið. já.is Keypti tvær glæsiíbúðir í miðborginni sama dag Félag Alberts festi kaup á tveimur íbúðum þann 30. janúar síðastliðinn. Annars vegar 163,8 fermetra þakíbúð við Tryggagötu og hins vegar 118,4 fermetra íbúð á fimmtu hæð við Kolagötu. Íbúðin við Tryggagötu er á efstu hæð í húsi sem var byggt árið 2018 .Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði íbúðina og sá um efnisval en allar innréttingar, gólfefni og tæki eru sérvalin til að mynda eina stílhreina heild. Eldhús, stofa og borðstofa er í samliggjandi opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Í eldhúsi er svört vegleg innrétting og rúmgóð eyja með marmara á borðum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Tvennar svalir eru úr íbúðinni. Félag Alberts greiddi 188 miljónir fyrir eignina. Umrædd íbúð er við Kolagötu, 118,4 fermetrar að stærð, á fimmtu hæð í húsi sem byggt var árið 2018. Íbúðin samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu í opnu rými, einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Félag Alberts greiddi 140 milljónir króna fyrir íbúðina. Þakíbúð fyrir hálfan milljarð í Róm Síðast en ekki síst keypti Albert 200 fermetra þakíbúð í hverfinu Ardeatino, í suðvesturhluta Rómar á Ítalíu, fyrr á árinu sem hann fær afhent í loks árs 2026. Auk þess eru tvöhundruð fermetra þaksvalir með sundlaug og stórbrotnu útsýni. Albert greiddi um hálfan milljarð íslenskra króna fyrir þakíbúðina. Íbúðin er í fallegu tólf hæða fjölbýlishúsi sem er hannað af Mario Cucinella Architect (MCA) og ber heitið Foresta Romana, eða rómverskur skógur. Hönnun hússins er innblásin af rómverskum fíkjutrjám og öðrum náttúrulegum þáttum í nágrenninu þar sem náttúra og borgarumhverfi fléttast saman á vandaðan hátt. Byggingin er hönnuð með sjálfbærni að leiðarljósi með nýtingu sólarorku og endurheimtu vatns til vökvunar. Nánari upplýsingar um húsið má nálgast hér.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Ítalía Fótbolti Reykjavík Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein