Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 14:32 Þakka þér fyrir að skylda okkur öll í að „lesa, meðtaka og finna leiðir til að færa okkur upp úr þessum hjólförum. Ég mun leggja mitt af mörkum innan þings og utan til að tala fyrir breytingum á kerfum, viðhorfum og orðræðu.Það blasir við að hér dugar ekki lengur falleg orð um áform. Heldur þurfum við aðgerðir. Og að skólamál, geðheilbrigðismál og málefni barna séu sett í forgang!” Orð þín eru valdeflandi, sönn og gefa von. Staðan í dag er mannanna verk. Hér er mitt innlegg til að hvetja þig til góðra verka innan og utan þings. Aðeins um mig. Eitt af því fyrsta í mínu starfi, árið 1998, á þessum vettvangi voru gjaldfrjáls námskeið fyrir foreldra 0–6 ára barna. Námskeiðin voru í boði atvinnulífsins. Þú færð forskot í starfi með því að gefa líðan kvenna í viðkvæmri stöðu athygli og tíma. Ég er með óra, draumóra þar sem þinn stjórnmálaflokkur fer með fjármálin á Alþingi. Auk sterkra tengsla utan þings þar sem formaður flokksins fór fyrir menntamálum hjá Samtökum atvinnulífsins um árabil. Þar áður hafði formaðurinn gegnt stöðu ráðherra menntamála. Kynnir þú þér heildarmyndina, fyndir þú mögulega leið, leið sem enginn kollegi hefur komið auga á undanfarin 30 ár. Númer 1, 2 og 3 er að huga þarf mun betur að líðan foreldra, sérstaklega hennar, eigi síðar en frá upphafi meðgöngu og fyrstu tvö ár barnsins. Í áköllum og stefnum Geðhjálpar, Geðverndarfélags Íslands, Grænuhlíðar, 1001 dags vinnuhóps og Fyrstu Fimm er að finna þá hagkvæmu kerfisbreytingu sem þú getur stuðst við í þinni vegferð. Þurfa þjónustu í samræmi við þarfir Fólk í barneignarferli þarf þjónustu í samræmi við þarfir. Móðurinni þarf að líða sem allra best og mikilvægur liður í því er að hann/hitt foreldrið fái einnig nauðsynlega þjónustu. Fái fólk ekki þjónustu hefur það fyrst áhrif á getu þess í að annast nýbura og í framhaldi á viðhorfum þess til barnsins og þarfa þess í bráð og lengd. Nú liggur fyrir ný íslensk rannsókn þar sem fjallað er um feður sem beita ofbeldi. Fram kemur að allir feðurnir glímdu við geðrænar áskoranir. Ekkert var að finna um þá þjónustu í barneignarferlinu sem þeir lífsnauðsynlega þurftu. Aðeins um ACE-rannsókn Felitti og félaga frá árinu 1998. Um 50% áfalla eiga sér stað fyrstu 3 ár ævinnar. Þar sem börn taka út svo mikinn heilaþroska á því æviskeiði verða áhrif áfalla enn meiri. Í framhaldi er ekki tryggt lágmarksöryggi fyrir ung börn. Sem dæmi er litið á 12 mánaða börn, sem mögulega eiga foreldra sem eru með geðrænar áskoranir sem nemendur. Nemanda sem kennt er af leiðbeinanda, sem ekki hefur fengið fræðslu og þann stuðning sem þarf til að annast ung börn. Hvað þá börn í viðkvæmri stöðu. Það sem gerir málið enn alvarlegra er að það geta verið mörg börn í viðkvæmri stöðu í sama fjölmenna barnahópnum. Að auki eru börnin oft alltof mörg í alltof litlu rými. Nægt rými fyrir hreyfingu en ein möguleg leið barna og starfsfólks til að takast á við eitraða streitu. Við höfum síðan árið 2021 haft lög um farsæld barna sem sýna fjárhagslegan ávinning til lengri tíma á snemmtækum stuðningi við börn og foreldra. Bitnar mun verr á konum Langvarandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda birtist nú sem fyrr í fordæmalausri stöðu kvenna og barna á Íslandi í ljósi tímanna sem við lifum á. Ófullnægjandi stuðningur við börn/foreldrahlutverkið bitnar mun verr á konum. Helmingi fleiri konur þurfa þjónustu Virk starfsendurhæfingar heldur en karlar. Helmingi fleiri konur en karlar leysa út lyf til að líða betur. Þarf að hjálpa konum á annan hátt! Gabor Maté læknir hefur bent á rannsókn frá Danmörku (The Myth of Normal, 2022) sem sýnir að árið 1930 lagðist MS sjúkdómurinn jafnt á bæði kynin en árið 2022 fengu þrjár til fjórar konur MS á móti hverjum karli. Niðurstöður rannsókna sýna að jafnvægi vinnu og einkalífs er mun betra í Danmörku en á Íslandi. (Danmörk í efstu sætum, Ísland í neðstu.) Leikskólastarfsfólk sem annast börn undir 2ja ára aldri í Danmörku annast eitt, tvö eða þrjú börn. Í Danmörku er starfsfólk sem annast börn undir 2ja ára aldri með leikskólakennaranám að baki. Í ljósi þeirra aðstæðna sem hér hefur verið lýst þegar vitað er að 33% kvenna verða fyrir fósturmissi (Edda Björk Þórðardóttir, 2025) þarf að rannsaka hvað hátt hlutfall kvenna sem starfa á leikskólum verða fyrir fósturmissi! Í umræðu um manneklu og fjölda veikindadaga í leikskólum og líðan nemenda í grunnskólum þurfum við að skoða það í samhengi við líðan foreldra í barneignarferli. Vinna í Fyrstu 1001 dagur í lífi barns vinnuhópsins leiddi m.a. af sér að stjórnvöld nýttu sér forystuhlutverk sitt í Norðurlandaráði árin 2019-2022 til að skoða hvernig Norðurlöndin væru í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Stjórnvöld eiga lof skilið fyrir framtakið. Sú skoðun leiddi m.a. í ljós að skortur er á þekkingu og vitund fagfólks um mikilvægi fyrstu 1001 daganna í lífi barna. Það þarf nauðsynlega að bregðast við því. Einnig kom fram í skoðun Norðurlandaráðs að mikil þörf er á markvissari fræðslu og stuðningi fyrir verðandi og nýja feður/hitt foreldrið. Það þarf einnig að bregðast við því. Enn er í gangi vinna við Fyrstu 1001 dagana á vegum Embætti Landlæknis. Von íslenskra barna er að fólk innan og utan þings gefi gaum að ávinningi af alþjóðlegu samstarfi sem hér hefur verið nefnt. Að öll börn fái að njóta alvöru umhyggju og stuðnings. Tilfinningalegs skilnings sem börnin eiga skilið og rétt á samkvæmt Barnasáttmálanum sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Kæra þingkona. Þakka þér enn og aftur fyrir að skylda okkur öll í að „lesa, meðtaka og finna leiðir til að færa okkur upp úr þessum hjólförum.“ Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þakka þér fyrir að skylda okkur öll í að „lesa, meðtaka og finna leiðir til að færa okkur upp úr þessum hjólförum. Ég mun leggja mitt af mörkum innan þings og utan til að tala fyrir breytingum á kerfum, viðhorfum og orðræðu.Það blasir við að hér dugar ekki lengur falleg orð um áform. Heldur þurfum við aðgerðir. Og að skólamál, geðheilbrigðismál og málefni barna séu sett í forgang!” Orð þín eru valdeflandi, sönn og gefa von. Staðan í dag er mannanna verk. Hér er mitt innlegg til að hvetja þig til góðra verka innan og utan þings. Aðeins um mig. Eitt af því fyrsta í mínu starfi, árið 1998, á þessum vettvangi voru gjaldfrjáls námskeið fyrir foreldra 0–6 ára barna. Námskeiðin voru í boði atvinnulífsins. Þú færð forskot í starfi með því að gefa líðan kvenna í viðkvæmri stöðu athygli og tíma. Ég er með óra, draumóra þar sem þinn stjórnmálaflokkur fer með fjármálin á Alþingi. Auk sterkra tengsla utan þings þar sem formaður flokksins fór fyrir menntamálum hjá Samtökum atvinnulífsins um árabil. Þar áður hafði formaðurinn gegnt stöðu ráðherra menntamála. Kynnir þú þér heildarmyndina, fyndir þú mögulega leið, leið sem enginn kollegi hefur komið auga á undanfarin 30 ár. Númer 1, 2 og 3 er að huga þarf mun betur að líðan foreldra, sérstaklega hennar, eigi síðar en frá upphafi meðgöngu og fyrstu tvö ár barnsins. Í áköllum og stefnum Geðhjálpar, Geðverndarfélags Íslands, Grænuhlíðar, 1001 dags vinnuhóps og Fyrstu Fimm er að finna þá hagkvæmu kerfisbreytingu sem þú getur stuðst við í þinni vegferð. Þurfa þjónustu í samræmi við þarfir Fólk í barneignarferli þarf þjónustu í samræmi við þarfir. Móðurinni þarf að líða sem allra best og mikilvægur liður í því er að hann/hitt foreldrið fái einnig nauðsynlega þjónustu. Fái fólk ekki þjónustu hefur það fyrst áhrif á getu þess í að annast nýbura og í framhaldi á viðhorfum þess til barnsins og þarfa þess í bráð og lengd. Nú liggur fyrir ný íslensk rannsókn þar sem fjallað er um feður sem beita ofbeldi. Fram kemur að allir feðurnir glímdu við geðrænar áskoranir. Ekkert var að finna um þá þjónustu í barneignarferlinu sem þeir lífsnauðsynlega þurftu. Aðeins um ACE-rannsókn Felitti og félaga frá árinu 1998. Um 50% áfalla eiga sér stað fyrstu 3 ár ævinnar. Þar sem börn taka út svo mikinn heilaþroska á því æviskeiði verða áhrif áfalla enn meiri. Í framhaldi er ekki tryggt lágmarksöryggi fyrir ung börn. Sem dæmi er litið á 12 mánaða börn, sem mögulega eiga foreldra sem eru með geðrænar áskoranir sem nemendur. Nemanda sem kennt er af leiðbeinanda, sem ekki hefur fengið fræðslu og þann stuðning sem þarf til að annast ung börn. Hvað þá börn í viðkvæmri stöðu. Það sem gerir málið enn alvarlegra er að það geta verið mörg börn í viðkvæmri stöðu í sama fjölmenna barnahópnum. Að auki eru börnin oft alltof mörg í alltof litlu rými. Nægt rými fyrir hreyfingu en ein möguleg leið barna og starfsfólks til að takast á við eitraða streitu. Við höfum síðan árið 2021 haft lög um farsæld barna sem sýna fjárhagslegan ávinning til lengri tíma á snemmtækum stuðningi við börn og foreldra. Bitnar mun verr á konum Langvarandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda birtist nú sem fyrr í fordæmalausri stöðu kvenna og barna á Íslandi í ljósi tímanna sem við lifum á. Ófullnægjandi stuðningur við börn/foreldrahlutverkið bitnar mun verr á konum. Helmingi fleiri konur þurfa þjónustu Virk starfsendurhæfingar heldur en karlar. Helmingi fleiri konur en karlar leysa út lyf til að líða betur. Þarf að hjálpa konum á annan hátt! Gabor Maté læknir hefur bent á rannsókn frá Danmörku (The Myth of Normal, 2022) sem sýnir að árið 1930 lagðist MS sjúkdómurinn jafnt á bæði kynin en árið 2022 fengu þrjár til fjórar konur MS á móti hverjum karli. Niðurstöður rannsókna sýna að jafnvægi vinnu og einkalífs er mun betra í Danmörku en á Íslandi. (Danmörk í efstu sætum, Ísland í neðstu.) Leikskólastarfsfólk sem annast börn undir 2ja ára aldri í Danmörku annast eitt, tvö eða þrjú börn. Í Danmörku er starfsfólk sem annast börn undir 2ja ára aldri með leikskólakennaranám að baki. Í ljósi þeirra aðstæðna sem hér hefur verið lýst þegar vitað er að 33% kvenna verða fyrir fósturmissi (Edda Björk Þórðardóttir, 2025) þarf að rannsaka hvað hátt hlutfall kvenna sem starfa á leikskólum verða fyrir fósturmissi! Í umræðu um manneklu og fjölda veikindadaga í leikskólum og líðan nemenda í grunnskólum þurfum við að skoða það í samhengi við líðan foreldra í barneignarferli. Vinna í Fyrstu 1001 dagur í lífi barns vinnuhópsins leiddi m.a. af sér að stjórnvöld nýttu sér forystuhlutverk sitt í Norðurlandaráði árin 2019-2022 til að skoða hvernig Norðurlöndin væru í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Stjórnvöld eiga lof skilið fyrir framtakið. Sú skoðun leiddi m.a. í ljós að skortur er á þekkingu og vitund fagfólks um mikilvægi fyrstu 1001 daganna í lífi barna. Það þarf nauðsynlega að bregðast við því. Einnig kom fram í skoðun Norðurlandaráðs að mikil þörf er á markvissari fræðslu og stuðningi fyrir verðandi og nýja feður/hitt foreldrið. Það þarf einnig að bregðast við því. Enn er í gangi vinna við Fyrstu 1001 dagana á vegum Embætti Landlæknis. Von íslenskra barna er að fólk innan og utan þings gefi gaum að ávinningi af alþjóðlegu samstarfi sem hér hefur verið nefnt. Að öll börn fái að njóta alvöru umhyggju og stuðnings. Tilfinningalegs skilnings sem börnin eiga skilið og rétt á samkvæmt Barnasáttmálanum sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Kæra þingkona. Þakka þér enn og aftur fyrir að skylda okkur öll í að „lesa, meðtaka og finna leiðir til að færa okkur upp úr þessum hjólförum.“ Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun