Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. september 2025 09:32 Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar