Telja dagana frá síðasta innbroti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 06:46 Íbúar í Gamla Garði hafa sett upp skilti í glugga bygginarinnar þar sem segir hversu margir dagar eru liðnir frá því að síðast var brotið inn. Vísir/Vala Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira