Austurstræti orðið að göngugötu Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 12:19 Þessa götu mega aðeins útvaldir aka héðan í frá. Vísir/Vilhelm Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira