Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. september 2025 11:02 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn eru allir ákærðir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira